Enga brauðmola, takk! Guðríður Arnardóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar verða stuttir. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins svo kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Nú ber svo við að kjarasamningar stórra hópa ríkisstarfsmanna eru lausir. Það er ekkert launungarmál að lítið hefur verið að frétta við samningaborðið og höfum við í forystu þessara félaga skynjað umboðsleysi samninganefndar ríkisins. Á Íslandi er háskólamenntun minna metin en í nágrannalöndum okkar. Ungt fólk sem gengur menntaveginn bætir litlu við ævitekjur sínar. Reyndar eru flestir námsmenn að safna skuldum í formi námslána. Það er því ekki nema eðlilegt að greiða háskólamenntuðu starfsfólki hærri laun svo menntunin sé ómaksins virði. Í dag eru ungir framhaldsskólakennarar með að lágmarki fimm ára háskólanám að baki. Ungur kennari með meistaragráðu sem ræður sig við MR fengi í dag 447.837 krónur í mánaðarlaun. Samkvæmt Hagstofu Íslands var meðaltal reglulegra launa fullvinnandi einstaklinga í landinu 552 þúsund krónur á mánuði árið 2016. Unga kennaranum, sem varð af 5 ára ævitekjum með fimm ára skuldasöfnun, er þannig boðið 80% af meðallaunum í landinu eins og þau voru á síðasta ári. Stjórnvöld verða að hafa skilning á þeirri stöðu að á Íslandi er menntun illa metin til launa í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Til viðbótar eru opinberir starfsmenn lægra launaðir en sambærilegir hópar á almennum markaði. Það gerir hið opinbera illa samkeppnishæft um mannauð. Þegar þannig árar tapar hið opinbera reyndu og vel menntuðu starfsfólki í hærra launuð störf á almennum markaði. Hið opinbera er reyndar líka í samkeppni við nágrannalöndin sem flest greiða betur fyrir sérhæft vinnuafl. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru orðnir langþreyttir á þeirri láglaunastefnu sem þar hefur viðgengist fram til þessa. Það má öllum vera ljóst að þessir hópar munu ekki sætta sig við brauðmola enn eina ferðina. Ný ríkisstjórn verður að byggja brú milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Ný ríkisstjórn þarf að beita sér fyrir eðlilegum launaleiðréttingum háskólafólks hjá hinu opinbera og stuðla þannig að eðlilegri röðun launþega á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar