Fer til Dúbæ í miðjum jólaprófunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2017 07:00 Þuríður Erla Helgadóttir sést hér í Sporthúsinu í gær en hún keppir í Dubai í þessari viku. Vísir/Stefán Á árinu 2017 hefur Þuríður Erla Helgadóttir náð að komast í hóp tuttugu bestu í heiminum í tveimur íþróttagreinum. Hún varð í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í byrjun desember og hafði áður náð átjánda sæti á heimsleikunum í krossfit í ágúst. „Þetta er pottþétt mitt besta ár,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir við Fréttablaðið. Hún tekur ólympísku lyftingarnar með krossfitinu og hefur staðið sig mjög vel á báðum stöðum. Þuríður Erla bætti þrjú Íslandsmet á heimsmeistaramótinu í Anaheim og náði ekki bara tíunda sætinu í 58 kílóa flokki heldur varð hún í þriðja sæti meðal evrópsku stelpnanna.Fullkomið mót „Ég bjóst alls ekki við því að komast inn á topp tíu og þetta mót er það sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári,“ sagði Þuríður Erla sem var í skýjunum yfir árangrinum. „Þetta var í rauninni fullkomið mót. Ég hefði ekki getað beðið um neitt betra,“ segir Þuríður og hún var ánægð með að fá að keppa fyrir hönd Íslands á svona móti. „Það er alltaf geggjað og mikill heiður enda flott mót,“ sagði Þuríður. Árið 2017 hefur gengið vel hjá henni. Hún vann Reykjavíkurleikana í ársbyrjun og náði sínum besta árangri á ferlinum á heimsleikunum í ágúst. Hún náði síðan tíunda sætinu á HM. Guess who ended up in 10th place at the IWF World Championships?! This girl right here Say whaaaaat - One of the absolute biggest highlights of my athletic career I think And waaay beyond my expectations - Buuut now it’s just settling in back home to reality in Iceland.. studying for exams and scraping ice off my windshield - Thank you so much to everyone involved in my success, it’s definitely a team effort! My coaches, sponsors, friends and family You are the best! - @puorilife @wodproofapp @hledsla @crossfit__sport @thetrainingplan @sjukrasport @bjarndishf @arni.freyr @gudrunlindawh - Photo : @atginsta - #smallbutmighty #iwfworldchampionships #weightlifting A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Dec 4, 2017 at 4:42am PSTPrófaði að æfa bara „Ég er mjög sátt. Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem gekk ekki upp,“ segir Þuríður en hún hagaði hlutunum aðeins öðruvísi á árinu. „Ég prófaði núna að vera bara að æfa. Eftir heimsleikana í fyrra prófaði ég að vera bara að æfa og fékk ársleyfi frá skóla. Það byrjaði rosalega vel en svo finnst mér mjög fínt að vera í skóla líka. Þá er maður ekki bara að hugsa um að æfa. Það er svo geggjað að koma á æfingu þegar maður er búinn að vera í skólanum,“ segir Þuríður sem æfði tvisvar sinnum á dag fimm sinnum í viku á milli heimsleikanna 2016 og 2017. „Krossfitið er númer eitt, tvö og þrjú á hjá mér en þar er mjög mikið af lyftingum þannig að maður er í ólympískum lyftingum fjórum sinnum í viku,“ segir Þuríður og hún var ekki alveg nógu sátt með átjánda sætið á heimsleikunum þrátt fyrir að ná sínum besta árangri á ferlinum. „Ég fékk kannski ekki alveg niðurstöðurnar sem ég bjóst við og þá aðallega á heimsleikunum,“ segir Þuríður sem hækkaði sig um eitt sæti frá árinu á undan. „Þetta er náttúrulega heimsmeistaramót þannig að maður getur ekki mikið kvartað,“ segir Þuríður. „Ég kom mér sjúklega mikið á óvart á heimsleikunum 2016 í hverri þrautinni á fætur annarri. Mér gekk betur en ég bjóst við og ég hugsaði að það þyrfti ekkert mikið til að ég gæti verið í toppbaráttu. Ég ákvað að leggja allt í sölurnar en svo gekk ekki jafnvel á þessum heimsleikum. Ég varð fyrir vonbrigðum,“ segir Þuríður sem náði samt að hækka sig um eitt sæti. „Ég læri mikið á hverju móti og það á bara meira eftir að koma,“ segir Þuríður og áhuginn minnkar ekkert. „Það er magnað. Maður klárar viku keppni sem tekur mikið frá manni og um leið og hún er búin þá er maður byrjaður að hugsa um næsta mót,“ segir Þuríður en hvar finnur hún orkuna?Miklar þyngdir á stönginni „Það er ekkert erfitt. Auðvitað þarf maður að borða hollan mat, sofa og gera allt sem maður getur til að halda sér í standi. Þetta er svo gaman og svo fjölbreytt. Þú getur verið að gera svo mikið því þú ert að synda, hlaupa, hjóla og lyfta,“ segir Þuríður. Hún keppir í 58 kíló flokki en var að lyfta 86 kílóum í snörun og 108 kílóum í jafnhendingu á heimsmeistaramótinu. Þetta eru því engar smáþyngdir. „Maður þarf smá keppnisskap í þetta. Það gerist alveg að ég hætti við lyftu en svo lærir maður. Ef maður ætlar sér ekki að lyfta þessu þá lyftir maður þessu ekki. Ég er búin að ákveða það að ég ætli að gera þetta,“ sagði Þuríður. Það er nóg að gera hjá þessari 26 ára gömlu afrekskonu því auk þess að vera í miðjum jólaprófum í háskólanum þá er hún að leiðinni til Persaflóans í dag til að keppa á sterku krossfit móti.Thuri Helgadottir mows down the Madison Triplet to set the time to beat in one of two women's heats. (18:37.32) #CrossFitGamespic.twitter.com/d06zrBApg6 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 6, 2017Námsbækurnar með til Dubai „Ég er ekki búin með prófin og eiginlega að fara út á milli prófa. Ég tek námsbækurnar með út. Það er fínt að geta hugsað um eitthvað annað inn á milli,“ segir Þuríður sem er í sjúkraþjálfun og segir námið hjálpa henni í íþróttunum. „Ég læri fullt inn á líkamann í krossfitinu og það er fínt að geta tengt þetta saman,“ segir Þuríður. Hún segist hafa verið mjög heppin með meiðsli síðustu ár. „Ég var í fótbolta þegar ég var yngri og þá var mér alltaf illt í hnjánum og ökklunum. Svo eftir að ég byrjaði að lyfta af einhverju viti þá er allt í góðu,“ segir Þuríður. Hún þarf að hugsa mikið um mataræðið sitt en hvernig er þá jólamánuðurinn hjá henni. „Ég er alveg að leyfa mér, bara ekki að borða smákökur allan daginn. Það má alveg borða nokkrar. Það er bara betra og gefur manni orku,“ segir Þuríður létt. „Mataræðið er stór hluti af þessu. Ég borða eins hollt og ég get og borða mikið. Það er það helsta sem ég þarf að hugsa um,“ segir Þuríður. Hana dreymir líka enn um að keppa á Ólympíuleikunum. „Ég held bara áfram að reyna að bæta mig og vona það besta,“ segir Þuríður að lokum. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Á árinu 2017 hefur Þuríður Erla Helgadóttir náð að komast í hóp tuttugu bestu í heiminum í tveimur íþróttagreinum. Hún varð í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í byrjun desember og hafði áður náð átjánda sæti á heimsleikunum í krossfit í ágúst. „Þetta er pottþétt mitt besta ár,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir við Fréttablaðið. Hún tekur ólympísku lyftingarnar með krossfitinu og hefur staðið sig mjög vel á báðum stöðum. Þuríður Erla bætti þrjú Íslandsmet á heimsmeistaramótinu í Anaheim og náði ekki bara tíunda sætinu í 58 kílóa flokki heldur varð hún í þriðja sæti meðal evrópsku stelpnanna.Fullkomið mót „Ég bjóst alls ekki við því að komast inn á topp tíu og þetta mót er það sem hefur komið mér mest á óvart á þessu ári,“ sagði Þuríður Erla sem var í skýjunum yfir árangrinum. „Þetta var í rauninni fullkomið mót. Ég hefði ekki getað beðið um neitt betra,“ segir Þuríður og hún var ánægð með að fá að keppa fyrir hönd Íslands á svona móti. „Það er alltaf geggjað og mikill heiður enda flott mót,“ sagði Þuríður. Árið 2017 hefur gengið vel hjá henni. Hún vann Reykjavíkurleikana í ársbyrjun og náði sínum besta árangri á ferlinum á heimsleikunum í ágúst. Hún náði síðan tíunda sætinu á HM. Guess who ended up in 10th place at the IWF World Championships?! This girl right here Say whaaaaat - One of the absolute biggest highlights of my athletic career I think And waaay beyond my expectations - Buuut now it’s just settling in back home to reality in Iceland.. studying for exams and scraping ice off my windshield - Thank you so much to everyone involved in my success, it’s definitely a team effort! My coaches, sponsors, friends and family You are the best! - @puorilife @wodproofapp @hledsla @crossfit__sport @thetrainingplan @sjukrasport @bjarndishf @arni.freyr @gudrunlindawh - Photo : @atginsta - #smallbutmighty #iwfworldchampionships #weightlifting A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Dec 4, 2017 at 4:42am PSTPrófaði að æfa bara „Ég er mjög sátt. Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem gekk ekki upp,“ segir Þuríður en hún hagaði hlutunum aðeins öðruvísi á árinu. „Ég prófaði núna að vera bara að æfa. Eftir heimsleikana í fyrra prófaði ég að vera bara að æfa og fékk ársleyfi frá skóla. Það byrjaði rosalega vel en svo finnst mér mjög fínt að vera í skóla líka. Þá er maður ekki bara að hugsa um að æfa. Það er svo geggjað að koma á æfingu þegar maður er búinn að vera í skólanum,“ segir Þuríður sem æfði tvisvar sinnum á dag fimm sinnum í viku á milli heimsleikanna 2016 og 2017. „Krossfitið er númer eitt, tvö og þrjú á hjá mér en þar er mjög mikið af lyftingum þannig að maður er í ólympískum lyftingum fjórum sinnum í viku,“ segir Þuríður og hún var ekki alveg nógu sátt með átjánda sætið á heimsleikunum þrátt fyrir að ná sínum besta árangri á ferlinum. „Ég fékk kannski ekki alveg niðurstöðurnar sem ég bjóst við og þá aðallega á heimsleikunum,“ segir Þuríður sem hækkaði sig um eitt sæti frá árinu á undan. „Þetta er náttúrulega heimsmeistaramót þannig að maður getur ekki mikið kvartað,“ segir Þuríður. „Ég kom mér sjúklega mikið á óvart á heimsleikunum 2016 í hverri þrautinni á fætur annarri. Mér gekk betur en ég bjóst við og ég hugsaði að það þyrfti ekkert mikið til að ég gæti verið í toppbaráttu. Ég ákvað að leggja allt í sölurnar en svo gekk ekki jafnvel á þessum heimsleikum. Ég varð fyrir vonbrigðum,“ segir Þuríður sem náði samt að hækka sig um eitt sæti. „Ég læri mikið á hverju móti og það á bara meira eftir að koma,“ segir Þuríður og áhuginn minnkar ekkert. „Það er magnað. Maður klárar viku keppni sem tekur mikið frá manni og um leið og hún er búin þá er maður byrjaður að hugsa um næsta mót,“ segir Þuríður en hvar finnur hún orkuna?Miklar þyngdir á stönginni „Það er ekkert erfitt. Auðvitað þarf maður að borða hollan mat, sofa og gera allt sem maður getur til að halda sér í standi. Þetta er svo gaman og svo fjölbreytt. Þú getur verið að gera svo mikið því þú ert að synda, hlaupa, hjóla og lyfta,“ segir Þuríður. Hún keppir í 58 kíló flokki en var að lyfta 86 kílóum í snörun og 108 kílóum í jafnhendingu á heimsmeistaramótinu. Þetta eru því engar smáþyngdir. „Maður þarf smá keppnisskap í þetta. Það gerist alveg að ég hætti við lyftu en svo lærir maður. Ef maður ætlar sér ekki að lyfta þessu þá lyftir maður þessu ekki. Ég er búin að ákveða það að ég ætli að gera þetta,“ sagði Þuríður. Það er nóg að gera hjá þessari 26 ára gömlu afrekskonu því auk þess að vera í miðjum jólaprófum í háskólanum þá er hún að leiðinni til Persaflóans í dag til að keppa á sterku krossfit móti.Thuri Helgadottir mows down the Madison Triplet to set the time to beat in one of two women's heats. (18:37.32) #CrossFitGamespic.twitter.com/d06zrBApg6 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 6, 2017Námsbækurnar með til Dubai „Ég er ekki búin með prófin og eiginlega að fara út á milli prófa. Ég tek námsbækurnar með út. Það er fínt að geta hugsað um eitthvað annað inn á milli,“ segir Þuríður sem er í sjúkraþjálfun og segir námið hjálpa henni í íþróttunum. „Ég læri fullt inn á líkamann í krossfitinu og það er fínt að geta tengt þetta saman,“ segir Þuríður. Hún segist hafa verið mjög heppin með meiðsli síðustu ár. „Ég var í fótbolta þegar ég var yngri og þá var mér alltaf illt í hnjánum og ökklunum. Svo eftir að ég byrjaði að lyfta af einhverju viti þá er allt í góðu,“ segir Þuríður. Hún þarf að hugsa mikið um mataræðið sitt en hvernig er þá jólamánuðurinn hjá henni. „Ég er alveg að leyfa mér, bara ekki að borða smákökur allan daginn. Það má alveg borða nokkrar. Það er bara betra og gefur manni orku,“ segir Þuríður létt. „Mataræðið er stór hluti af þessu. Ég borða eins hollt og ég get og borða mikið. Það er það helsta sem ég þarf að hugsa um,“ segir Þuríður. Hana dreymir líka enn um að keppa á Ólympíuleikunum. „Ég held bara áfram að reyna að bæta mig og vona það besta,“ segir Þuríður að lokum.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira