Sextíu milljónir í að nútímavæða skóla Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Framtíð barna okkar bíður annar veruleiki en okkar sem eldri erum að mati fræðslustjóra. vísir/pjetur Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira