Framlenging: 4+1 reglan ástæðan fyrir spennunni í Domino's deildinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 22:30 Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem helstu álitamálin eru tækluð að hverju sinni. Á föstudagskvöldið voru Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson í setti hjá Kjartani Atla Kjartanssyni. „Hann þarf að hlaupa hringinn í kringum Reykjanes átta sinnum á dag til þess að komast í form,“ sagði Fannar þegar Kjartan Atli spurði hvort Bandaríkjamaðurinn Stanley Robinson myndi koma aftur í Keflavíkurliðið eftir jólafríið. Robinson er ekki búinn að standa sig eftir að hann kom til Keflvíkinga á miðjum vetri og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í viðtali að hann væri í engu formi og bætti við: „Ég veit hversu megnugur hann er, en hann veðrur að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik.“ „Eins og við erum búnir að horfa á hann spila, þá held ég að hann fari út og kemur ekki aftur,“ tók Hermann undir. „Þú ert kominn á það stig í deildinni að þú getur ekki verið að bíða eftir að menn komist í form.“ Það eru fleiri bandarískir leikmenn sem sérfræðingarnir telja að séu á förum frá liðum sínum, en Rashad Whack í liði Grindavíkur er einn þeirra. Þeir tóku hann fyrir áður í þættinum, og útkljáðu svo málið í framlengingunni. „Bless vinur,“ kallaði Fannar með látum. Deildin er mjög jöfn í ár og eru fjögur efstu liðin jöfn að stigum, og aðeins tvö stig í liðin fyrir neðan þau. En afhverju er hún svona jöfn. Er það 4+1? spurði Kjartan Atli, og vísaði þá til reglunnar um að aðeins megi vera með einn erlendan leikmann í hverju liði. „Klárt,“ svaraði Fannar um hæl. „Það er allt í einu kominn metnaður í því að ala upp unga leikmenn. Afhverju? Því það er ekki hægt að kaupa sér árangur.“ „Á sandi byggði heimskur maður hús. Það er þannig. Byrjaðu á f*** steypunni, byrjaðu á að vera með góða yngri flokka þjálfara í grunninum til þess að búa til alvöru leikmenn.“ „Í fyrsta skipti sem ég er pínu lítið, ofboðslega, svakalega sammála Fannari,“ sagði Hermann þá og bætti við að hann klæjaði í skinnið yfir því. Greip Fannar þá tækifærið og skaut á Hermann og spurði hvort eina ástæðan fyrir því að Martin væri svona góður væri 4+1, en landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem hefur verið framúrskarandi með landsliðinu í síðustu leikjum, er sonur Hermanns. Hann vildi þó ekki taka undir það, sonurinn hefði alltaf orðið góður. Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira