Oss börn eru fædd Guðjón S. Brjánsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar