Títan eða halastjarna næsta takmark NASA í sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 22:32 Dragonfly-dróninn myndi svífa á milli staða á Títan og rannsaka efnasamsetningu yfirborðsins. Þetta yrði í fyrsta skipti sem manngerður hlutur flygi á öðrum hnetti. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd. Tækni Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA grisjaði í dag úr tillögum að næsta könnunarleiðangri hennar í sólkerfinu. Eftir standa tvær tillögur, önnur um að sækja sýni úr halastjörnu en hin um leiðangur til tunglsins Títans. Endanleg ákvörðun verður tekin um mitt ár 2019. Tólf tillögur lágu fyrir að svokölluðu New Frontiers-verkefni NASA. Kostnaður við leiðangra á vegum verkefnisins getur mest orðið milljarður dollara og er samkeppni haldin um hvert viðfangsefni þeirra á að vera. Að þessu sinni voru það CAESAR- og Dragonfly-leiðangrarnir sem hlutu náð fyrir augum NASA. Bæði verkefni verða fjármögnuð út næsta ár en ákvörðun verður tekin um hvort þeirra hreppir hnossið um mitt ár 2019. Geimfari yrði skotið á loft um miðjan næsta áratug, að því er segir í frétt á vef Planetary Society.CAESAR á að sækja sýni til sömu halastjörnu og Rosetta heimsótti um árið og flytja það aftur til jarðar.NASAMarkmið CAESAR er að senda geimfar til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko, þeirra sömu og Evrópska geimstofnunin (ESA) heimsótti með Rosetta- og Philae-geimförunum, og nái í sýni sem yrði sent aftur til jarðar. Dragonfly-leiðangurinn stefnir á Títan, stærsta tungl Satúrnusar. Títan er einstakt í sólkerfinu en það er eina tunglið með þykkan lofthjúp. Þar mynda fljótandi kolvetni vötn og höf á yfirborðinu. Dragonfly myndi fljúga um Títan og rannsaka nokkra staði á yfirborði tunglsins. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að geimfarið væri dróni sem myndi taka sýni og greina efnasamsetningu yfirborðsins, meðal annars til að rannsaka lífræn efnasambönd.
Tækni Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira