Kvikmyndaiðnaður ræktar vörumerkið Ísland Sigurður Hannesson skrifar 21. desember 2017 07:00 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar