Serena Williams sneri aftur á tennisvöllinn í dag, fjórum mánuðum eftir barnsburð.
Williams mætti þá Jelenu Ostapenko í æfingaleik í Abú Dabí. Sú lettneska hafði betur, 6-2 3-6 (10-5).
Williams hefur ekki keppt síðan hún vann Opna ástralska í janúar á þessu ári. Williams eignaðist sitt fyrsta barn í september.
Líklegt þykir að Williams freisti þess að verja titil sinn á Opna ástralska sem fer fram í næsta mánuði.
Williams hefur unnið 23 risamót á glæsilegum ferli.
Sneri aftur á tennisvöllinn fjórum mánuðum eftir barnsburð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
