Níundi maðurinn sem steig fæti á tunglið látinn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 20:19 John Young og Robert Crippen í geimskutlunni Columbia árið 1981. Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA. Andlát Vísindi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA.
Andlát Vísindi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira