Innlent

Gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps fyrsti úrskurður Landsréttar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 26. janúar næstkomandi.
Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 26. janúar næstkomandi.
Fyrsti úrskurður nýs dómstigs, Landsréttar, var kveðinn upp í morgun þegar rétturinn staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps. Skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 26. janúar næstkomandi.

Manninum er gefið að sök að hafa þann 3. október 2017 ásamt þremur öðrum mönnum ruðst vopnaður hnífum og macebrúsum inn á heimili og stungið mann sem var gestkomandi í íbúðinni í kviðinn.

Maðurinn hlaut stungusár neðan við nafla sem náði í gegnum kviðvegg og lífhimnu. Samkvæmt áverkavottorði getur slík hnífsstunga verið lífshættuleg og valdi dauða. Maðurinn er því talinn vera undir sterkum grun um tilraun til manndráps.

Hinn ákærði hefur játað að hafa veist að manninum með hnífi og taka vitni undir játningu hans. Samkvæmt áverkavottorði getur hnífsstunga sem

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 7. október. Þann 1. desember var höfðað mál á hendur honum þar sem hann var sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás. Mál samkvæmt þeirri ákæru var fellt niður með úrskurði þann 20. desember síðastliðinn en ný ákæra hafði verið gefin út á hendur honum tveimur dögum áður. Í henni er manninum gefin að sök tilraun til manndráps.

Dómararnir sem kváðu upp fyrsta úrskurð Landsréttar voru þau Hervör Þorvaldsdóttir, Aðalsteinn E. Jónasson og Ragnheiður Harðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×