„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 09:05 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent