Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 10:34 Steve Bannon var aðalráðgjafi Trump en yfirgaf Hvíta húsið í ágúst. Hann hefur síðan einbeitt sér að því að reyna að færa Repúblikanaflokkinn út á þjóðernispopúlískar brautir. Vísir/AFP Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Lögmaður Hvíta hússins hefur sent Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, bréf þar sem honum er hótað málsókn fyrir að brjóta ákvæði um þagmælsku sem hann skrifaði undir þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Tilefnið er ummæli sem höfð eru eftir Bannon í nýrri bók. Bók Michaels Wolff um vendingar í innsta hring Trump frá kjördegi árið 2016 hefur valdið miklu fjaðrafoki í Washington-borg. Hún byggir á viðtölum við Trump, nánustu bandamenn hans og fjölda viðmælenda þeirra. Ekki síst eru það ummæli sem höfð eru eftir Bannon um að Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, hafi gerst sekur um landráð þegar hann fundaði með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní 2016 sem hafa farið fyrir brjóstið á Trump. Forsetinn brást ævareiður við ummælunum og sakaði Bannon um að hafa „misst vitið“ þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Lögmaður Hvíta hússins sakar Bannon nú um að hafa brotið gegn samningi sínum með því að ræða Trump og fjölskyldu hans við Wolff. Þá sakar hann Bannon um að deila trúnaðarupplýsingum og um ærumeiðingar í garð Trump, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Wolff fullyrðir meðal annars í bók sinni að Trump hafi ekki ætlað sér að verða forseti heldur nýta framboðið til að koma sér á framfæri og efnast á því. Það hafi verið honum áfall í fyrstu að vera kjörinn. Þá er forsetanum lýst sem aðeins „hálflæsum“ þar sem hann sé ekki fær um að lesa eða skilja kynningar ráðgjafa sinna á mikilvægum málefnum.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52