Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 11:41 Jón Viðar Arnþórsson og félagar stefna að opnun síðar í mánuðinum. vísir Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan. Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. Stöðin hefur fengið heitið TÝR eftir hinum norræna hernaðarguði. Þetta staðfestir hann á Facebook-síðu sinni og í samtali við Vísi. Í samtali við Vísi segir hann stöðina ekki vera aðra útgáfu af Mjölni og að áherslan verði önnur. Þá verði einkum notast við svokallað ISR Matrix-kerfi sem er angi út úr lifandi baradagaíþróttum og hefur verið í stanslausri þróun í yfir tuttugu ár hjá sérsveitarmönnum, hermönnum, BJJ-svartbeltingum og hnefaleikamönnum.Kennslan tekur mið af raunverulegum hættuaðstæðumJón segir að tekið verði mið af raunverulegum aðstæðum á námskeiðum stöðvarinnar því oft þurfi að notast við neyðarvörn í erfiðu umhverfi. Þannig verði boðið upp á kennslu í sérútbúnum herbergjum og jafnvel bifreiðum fyrir utan stöðina til þess að hafa kennsluna sem raunverulegasta. Lögreglumönnum, öryggisvörðum, dyravörðum og öðrum sem starfa við hættulegar aðstæður býðst því að sækja námskeið hjá Tý en einnig verður í boði grunnnámskeið í neyðarvörn fyrir fólk utan þess geira. Til þess að veita fagmannlega og persónulega þjónustu mun TÝR takmarka fjölda viðskiptavina að sögn Jóns Viðars. Hann segir að nú sé unnið dag og nótt að undirbúningi opnunarinnar og að grunnnámskeið muni hefjast um miðjan mánuð. Mikil aðsókn hafi nú þegar myndast og finnur hann fyrir miklum áhuga. Í færslunni greinir hann einnig frá þrekæfinganámskeiði sem fer af stað í febrúar og ber nafnið „Hermóður“. Meira komi í ljós um það þegar fram líða stundir og hvetur hann fólk til þess að fylgjast með.Munu leika eftir átök í bifreið fyrir utan stöðina Inni í stöðinni verður hægt að finna bardagaíþróttasal, lyftingasvæði, gerviíbúð fyrir kennslu í neyðarvörn, öryggisherbergi með veggdýnum og fyrir utan stöðina bifreið sem verður sérstaklega útbúin fyrir æfingar og átök. Jón Viðar er, sem fyrr segir, einn af stofnendum Mjölnis en hann gegndi einnig stöðu formanns íþróttafélagsins um tíma. Eftir deilur innan félagsins ákvað hann þó að segja starfi sínu lausu og snúa sér að nýjum verkefnum.Lesa má Facebook-færslu Jóns Viðars í heild hér fyrir neðan.
Neytendur Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58