Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 72-63 │ Stjarnan marði sigur á Blikum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. janúar 2018 21:30 Stjarnan hefur unnið 2 af 3 leikjum sína við Blika í deildinni Stjarnan fór með níu stiga sigur á Breiðabliki í hörku leik í Domino’s deild kvenna í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik, Stjarnan náði smá forskoti snemma í fyrsta leikhluta sem Blikar unnu þó að mestu til baka og var jafnt með liðunum allan fyrri hálfleikinn. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var tveggja stiga munur, 35-33. Heimakonur byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og settu þrjá þrista á stuttum tíma á meðan Blikar náðu ekki að skora og voru skyndilega komnar með tíu stiga forskot. Þá vöknuðu Blikar og mættu til leiks aftur. Þær náðu þó lítið að saxa á forskot Stjörnunnar, fór leikurinn í raun í svipað horf og hafði verið í fyrri hálfleik. Í lokaleikhlutanum náðu Blikar að koma sér aftur inn í leikinn, náðu að minnka muninn í þrjú stig, en komust ekki nær og Stjarnan fór að lokum með 72-63 sigur.Afhverju vann Stjarnan? Þessi kafli þeirra í upphafi þriðja leikhluta skóp sigurinn. Það var ekkert búið að ganga í þriggja stiga skotunum, þær voru 1 af 8 í hálfleik. Svo komu þrír á mjög stuttum tíma í upphafi seinni hálfleiks á meðan Blikar voru hálf sofandi og það bjó forystuna til sem Stjarnan lét aldrei af hendi.Hverjir stóðu upp úr? Danielle Rodriguez stóð fyrir sínu eins og alltaf í Stjörnuliðinu. Hún er lang stigahæst á vellinum, er með 12 stigum meira en næsta kona. Þar fyrir utan er mikil barátta í henni og hún vinnur mjög vel. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var mjög dugleg og Bryndís Hanna Hreinsdóttir skilaði mikilvægum stigum á réttum augnablikum fyrir Stjörnuna. Hjá Breiðabliki stóð Ivory Crawford sig ágætlega og Sóllilja Bjarnadóttir dreif liðið áfram.Hvað gekk illa? Skotnýtingin var alveg hræðileg í leiknum, þá sérstaklega hjá Breiðabliki. Tvær sóknir í röð í fjórða leikhluta þegar þær voru sem mest að saxa á forskot Stjörnunnar þá vinna þær boltann af heimakonum. Keyra upp í hraðaupphlaup en skora ekki úr þeim. Ná sóknarfrákastinu, en ná heldur ekki að setja þau niður. Þarna eru fjögur stig sem hefðu getað snúið leiknum við. Þá voru þær 3 af 22 í þriggja stiga skotum, það vildu engin þriggja stiga skot niður hjá þeim. Heildarskotnýting, fyrir utan vítaskot, er 28 prósent á móti 40 hjá Stjörnunni.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin eftir viku. Þá fer Stjarnan til Njarðvíkur en Blikar fá erfitt verkefni þegar nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur mæta í heimsókn í Smárann.Stjarnan – Breiðablik 72-63 (18-15, 17-18, 23-15, 14-15) Stjarnan: Danielle Rodriguez 33 stig/15 fráköst/3 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14 stig/10 fráköst/2 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 6 stig/3 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Valdís Ósk Óladóttir 2 stig, Linda Marín Kristjánsdóttir 1 stig, Jenný Harðardóttir 3 fráköst.Breiðablik: Ivory Crawford 21 stig/15 fráköst/4 stoðesendingar, Sóllija Bjarnadóttir 17 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 9 stig/3 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4 stig/8 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2 stig/3 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 2 stig/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2 stig. Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórPétur: Ljótur körfubolti en ánægður með sigurinn „Hörku leikur, miklar snertingar og mikil barátta. Kannski ekki fallegur körfubolti en bæði lið voru að berjast mjög vel,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þær voru komnar aftur inn í leikinn en við settum niður stór skot og vorum að taka sóknarfráköst á þeim tímapunkti. Vörnin hjá okkur var góð en við eigum alltaf í vandræðum með að varnarfrákasta. Þær eru með 20 sóknarfráköst sem gefur þeim svolítið undir seglin.“ Stjarnan gerði vel í að standast áhlaupið hjá Blikum undir lokin og sigla á endanum nokkuð öruggum sigri heim. „Boltinn var of fastur á Dani (Rodriguez) í langan tíma og við vorum í villuvandræðum. Ég fór svolítið dýpra á bekkinn heldur en venjulega og þær stóði sig alveg frábærlega.“ „Þegar þær sem voru í villuvandræðum komu aftur inn á þá opnaðist fyrir þær og við fengum þessi góðu skot þegar boltinn er að fljóta,“ sagði Pétur Már Sigurðsson. Hildur Sigurðardóttir.Vísir/ErnirHildur: Vantaði blóðbragð á tennurnar „Við erum ekki nógu ánægðar með þessa frammistöðu. Við ætluðum okkur betri leik í dag, en Stjarnan er með hörku góðan erlendan leikmann sem þarf að hafa gætur á og aðra góða leikmenn með henni. Þær voru bara betri í dag,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks. „Ég held að við töpum þessu á því að við erum svolítið linar, við erum ekki nógu ákveðnar á móti körfunni. Þær eru í bullandi villuvandræðum allan leikinn en við nýtum það ekki heldur æsumst upp í einhverja vitleysu.“ Hildur segist þurfa að skoða það af hverju liðið hafi komið svona illa út úr leikhléinu. „Þriðji leikhluti var mjög slæmur hjá okkur, en við náum að koma aðeins til baka. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða að koma ekki svona kærulausar út úr klefanum, það gengur ekki í þessari keppni.“ „Við þurfum að skoða þennan leik og ég vil sjá mínar stelpur mun grimmari en þær voru í dag. Stundum var á köflum eins og þeim væri bara alveg sama. Kannski var of rólegt yfir æfingum, kannski þarf ég að láta þær kljást aðeins á æfingum. Mér fannst vanta aðeins blóðbragð á tennurnar á þeim,“ sagði Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna
Stjarnan fór með níu stiga sigur á Breiðabliki í hörku leik í Domino’s deild kvenna í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik, Stjarnan náði smá forskoti snemma í fyrsta leikhluta sem Blikar unnu þó að mestu til baka og var jafnt með liðunum allan fyrri hálfleikinn. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var tveggja stiga munur, 35-33. Heimakonur byrjuðu þriðja leikhlutann af krafti og settu þrjá þrista á stuttum tíma á meðan Blikar náðu ekki að skora og voru skyndilega komnar með tíu stiga forskot. Þá vöknuðu Blikar og mættu til leiks aftur. Þær náðu þó lítið að saxa á forskot Stjörnunnar, fór leikurinn í raun í svipað horf og hafði verið í fyrri hálfleik. Í lokaleikhlutanum náðu Blikar að koma sér aftur inn í leikinn, náðu að minnka muninn í þrjú stig, en komust ekki nær og Stjarnan fór að lokum með 72-63 sigur.Afhverju vann Stjarnan? Þessi kafli þeirra í upphafi þriðja leikhluta skóp sigurinn. Það var ekkert búið að ganga í þriggja stiga skotunum, þær voru 1 af 8 í hálfleik. Svo komu þrír á mjög stuttum tíma í upphafi seinni hálfleiks á meðan Blikar voru hálf sofandi og það bjó forystuna til sem Stjarnan lét aldrei af hendi.Hverjir stóðu upp úr? Danielle Rodriguez stóð fyrir sínu eins og alltaf í Stjörnuliðinu. Hún er lang stigahæst á vellinum, er með 12 stigum meira en næsta kona. Þar fyrir utan er mikil barátta í henni og hún vinnur mjög vel. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var mjög dugleg og Bryndís Hanna Hreinsdóttir skilaði mikilvægum stigum á réttum augnablikum fyrir Stjörnuna. Hjá Breiðabliki stóð Ivory Crawford sig ágætlega og Sóllilja Bjarnadóttir dreif liðið áfram.Hvað gekk illa? Skotnýtingin var alveg hræðileg í leiknum, þá sérstaklega hjá Breiðabliki. Tvær sóknir í röð í fjórða leikhluta þegar þær voru sem mest að saxa á forskot Stjörnunnar þá vinna þær boltann af heimakonum. Keyra upp í hraðaupphlaup en skora ekki úr þeim. Ná sóknarfrákastinu, en ná heldur ekki að setja þau niður. Þarna eru fjögur stig sem hefðu getað snúið leiknum við. Þá voru þær 3 af 22 í þriggja stiga skotum, það vildu engin þriggja stiga skot niður hjá þeim. Heildarskotnýting, fyrir utan vítaskot, er 28 prósent á móti 40 hjá Stjörnunni.Hvað gerist næst? Næsta umferð er leikin eftir viku. Þá fer Stjarnan til Njarðvíkur en Blikar fá erfitt verkefni þegar nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur mæta í heimsókn í Smárann.Stjarnan – Breiðablik 72-63 (18-15, 17-18, 23-15, 14-15) Stjarnan: Danielle Rodriguez 33 stig/15 fráköst/3 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14 stig/10 fráköst/2 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13 stig/9 fráköst/2 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 6 stig/3 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3 stig/3 fráköst/3 stoðsendingar, Valdís Ósk Óladóttir 2 stig, Linda Marín Kristjánsdóttir 1 stig, Jenný Harðardóttir 3 fráköst.Breiðablik: Ivory Crawford 21 stig/15 fráköst/4 stoðesendingar, Sóllija Bjarnadóttir 17 stig/5 fráköst/2 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 9 stig/3 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4 stig/8 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2 stig/3 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 2 stig/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2 stig. Pétur Már Sigurðsson ræðir við sínar stúlkur.vísir/eyþórPétur: Ljótur körfubolti en ánægður með sigurinn „Hörku leikur, miklar snertingar og mikil barátta. Kannski ekki fallegur körfubolti en bæði lið voru að berjast mjög vel,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þær voru komnar aftur inn í leikinn en við settum niður stór skot og vorum að taka sóknarfráköst á þeim tímapunkti. Vörnin hjá okkur var góð en við eigum alltaf í vandræðum með að varnarfrákasta. Þær eru með 20 sóknarfráköst sem gefur þeim svolítið undir seglin.“ Stjarnan gerði vel í að standast áhlaupið hjá Blikum undir lokin og sigla á endanum nokkuð öruggum sigri heim. „Boltinn var of fastur á Dani (Rodriguez) í langan tíma og við vorum í villuvandræðum. Ég fór svolítið dýpra á bekkinn heldur en venjulega og þær stóði sig alveg frábærlega.“ „Þegar þær sem voru í villuvandræðum komu aftur inn á þá opnaðist fyrir þær og við fengum þessi góðu skot þegar boltinn er að fljóta,“ sagði Pétur Már Sigurðsson. Hildur Sigurðardóttir.Vísir/ErnirHildur: Vantaði blóðbragð á tennurnar „Við erum ekki nógu ánægðar með þessa frammistöðu. Við ætluðum okkur betri leik í dag, en Stjarnan er með hörku góðan erlendan leikmann sem þarf að hafa gætur á og aðra góða leikmenn með henni. Þær voru bara betri í dag,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks. „Ég held að við töpum þessu á því að við erum svolítið linar, við erum ekki nógu ákveðnar á móti körfunni. Þær eru í bullandi villuvandræðum allan leikinn en við nýtum það ekki heldur æsumst upp í einhverja vitleysu.“ Hildur segist þurfa að skoða það af hverju liðið hafi komið svona illa út úr leikhléinu. „Þriðji leikhluti var mjög slæmur hjá okkur, en við náum að koma aðeins til baka. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skoða að koma ekki svona kærulausar út úr klefanum, það gengur ekki í þessari keppni.“ „Við þurfum að skoða þennan leik og ég vil sjá mínar stelpur mun grimmari en þær voru í dag. Stundum var á köflum eins og þeim væri bara alveg sama. Kannski var of rólegt yfir æfingum, kannski þarf ég að láta þær kljást aðeins á æfingum. Mér fannst vanta aðeins blóðbragð á tennurnar á þeim,“ sagði Hildur Sigurðardóttir.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti