Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2018 08:56 Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar