Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2018 19:04 Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/ernir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split. „Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld. „Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.” „Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti? „Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.” „Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.” En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki? „Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.” Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin: „Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot" Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld. 16. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Serbía 26-29 | EM á bláþræði eftir tap gegn Serbíu Strákarnir okkar fóru afar illa að ráði sínu gegn Serbíu og þurfa nú að treysta á að Króatía vinni Svíþjóð í kvöld. 16. janúar 2018 19:15