Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 13:45 Líkt og Jósef Stalín um pólitíska andstæðinga hefur Trump talað um fjölmiðla sem óvini þjóðarinnar. Vísir Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja. Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja.
Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Rússneskur þráður á milli rána á fágætum bókum um alla Evrópu Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50