Erlent

Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Ræða Flake var rúmlega sautján mín­útna löng.
Ræða Flake var rúmlega sautján mín­útna löng. Vísir/AFP
Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum hegðunar og ákvarðanna Donald Trump Bandaríkjaforseta. Flake gagnrýndi forsetann harðlega í ræðustól í dag en hann sagðist ekki vilja vera samsekur með forsetanum. Þá sagði Flake að það væri óásættanlegt hvernig Trump léti á Twitter og að samflokksmenn hans létu ekki í sér heyra þegar þeir væru ósáttir við forsetann.

Trump hefur áður kallað Flake eitraðan og í kvöld sagði upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að þetta hefði verið gott útspil hjá Flake og gaf það í skyn að hann myndi ekki vera kosinn aftur hefði hann ákveðið að gefa aftur kost á sér.

Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker hefur einnig sagt að hann sækist ekki eftir endurkjöri í öldungadeildina eftir að hafa gagnrýnt Trump.

Ræðu Flake má sjá í heild sinni hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×