Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2018 17:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti opnunarávarp á ráðstefnu BUGL í morgun. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36