Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið að undanförnu og þannig jókst innflutningur á nýjum bílum til einkanota um 40 prósent fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þá jókst innflutningur á heimilistækjum um 23 prósent. Fréttablaðið/GVA Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira