Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Varnarleikur Íslands þarf að vera góður á EM. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira