Brynjar Þór: Ætlum að sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 13:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. Mynd/S2Sport KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira