Serbía hefur átt erfitt uppdráttar í undirbúningi sínum fyrir EM í handbolta og tapaði fyrir Slóveníu í vináttulandsleik í gær, 36-32.
Serbar misstu mikilvæga menn í meiðsli skömmu fyrir mót en Strahinja Milic, Momir Rnic, Ilija Abutovic og Rastko Stojkovic verða allir fjarverandi á EM í Króatíu, sem hefst á föstudag.
Serbar töpuðu fyrir Makedóníumönnum í síðustu viku og lutu einnig í lægra hald fyrir Sviss og Rúmeníu í upphafi undirbúnings síns fyrir mótið.
Ísland er í riðli með Serbíu á EM í Króatíu, sem og Svíum og heimamönnum í Króatíu. Þrjú lið komast áfram úr riðlinum og mætast Íslendingar og Serbar í lokaumferð riðlakeppninnar.
Strákarnir okkar unnu æfingaleik gegn Japan í upphafi ársins en steinlágu svo í tveimur leikjum gegn Þýskalandi um helgina.
Ísland hefur leik gegn Svíum á föstudag klukkan 17.15.
Enn eitt tapið hjá Serbíu í aðdraganda EM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn