Rúnar: Eina leiðin fyrir íslenska þjálfara að komast út er að þekkja einhvern Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 11:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. vísir/anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti