Svíar fengu silfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Spánverjar fagna fyrsta Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira