Ætla að koma í veg fyrir slys á sjó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 21:05 Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“ Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira