Ætla að koma í veg fyrir slys á sjó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 21:05 Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“ Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“
Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira