Heilsuhraustir eldri borgarar í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar