Spilum oft best gegn þeim bestu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2018 06:00 Íslensku strákarnir mæta Belgum og Svisslendingum í Þjóðadeildinni. vísir/anton „Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum mæta góðum þjóðum. Þetta er niðurstaðan og okkur líst bara vel á hana,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir að dregið var í Þjóðadeild UEFA í gær. Heimir var viðstaddur dráttinn í Lausanne í Sviss. Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar og dróst í riðil með Belgíu og Sviss. Leikið verður heima og að heiman og fara leikirnir fram næsta haust. „Við getum strítt báðum þessum þjóðum og við höfum sýnt að við spilum oft betur á móti bestu þjóðunum. Þetta er gott tækifæri til að halda áfram að bæta okkur sem landslið,“ sagði Heimir. Andstæðingar Íslands á þessu ári eru engir aumingjar. Í mars mætir íslenska liðið Perú og Mexíkó í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum og á HM mæta okkar menn Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta verður geggjað fótboltaár fyrir okkur. Alvöru lið vilja spila við þau bestu,“ sagði Heimir. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild Þjóðadeildarinnar komast í úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra falla hins vegar niður í B-deild. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna fjögurra í B-deild. Þjóðadeildin er einnig samtvinnuð undankeppni EM 2020 eins og sjá má á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Heimir er spenntur fyrir þessari nýju keppni sem hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Markmiðið með Þjóðadeildinni er að fjölga alvöru keppnisleikjum og fækka þýðingarlausum vináttulandsleikjum. „Þótt við séum vinsælir núna hefur Íslandi oft gengið erfiðlega að fá vináttulandsleiki. Ég hef rætt við þjálfara stærri og minna þjóða og mér finnst almennt allir vera ánægðir með þessa nýju keppni,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn viðurkennir að með tilkomu Þjóðadeildarinnar sé minna svigrúm til að prófa nýja leikmenn í landsleikjum. „Við vissum það fyrir löngu síðan að þessum vináttulandsleikjum, þar sem þú getur gert tilraunir, myndi fækka. Í Þjóðadeildinni skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli,“ sagði Heimir. „Fyrsta verkefnið er að halda okkur í A-deildinni og vera þannig í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Þá forðast þú að spila við stærstu liðin. Það er svo mikið í húfi.“ Heimir segir undirbúninginn fyrir HM ganga vel. „Við erum að undirbúa mars-leikina og þegar það er búið klárum við leikina sem við ætlum að spila í byrjun júní. Það er langt komið.“grafík/fréttablaðið
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira