Frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar Haukur Arnþórsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haukur Arnþórsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu. Það mál gefur ríkisstjórninni gott tækifæri til þess að fara í þá átt - þá með yfirlýsingu um að það sé hluti af mótun nýrra hefða í stjórnmálum. Engu að síður er það svo að hafa má ákveðna samúð með Sigríði Andersen gagnvart kröfunni um að hún segi af sér og verði þannig einn af fyrstu stjórnmálamönnunum til þess að axla ábyrgð. Vegna þess að hún er sennilega fórnarlamb í málinu; alltaf hefur leikið grunur á að um ákvörðunina hafi verið samið á Alþingi af ríkisstjórnarmeirihlutanum. Á Alþingi er samið milli ríkisstjórnarflokkanna um mál sem koma eiga fram í þinginu í nafni ríkisstjórnarinnar og þarf í því ferli að taka tillit til vilja samstarfsflokkanna. Fullyrðinguna um að ákvörðunin hafi verið tekin af meirihlutanum á Alþingi má m.a. rökstyðja með því að Viðreisn kom strax eftir að tillaga dómnefndarinnar kom fram með að ekki væri gætt jafnræðis milli kynjanna. Tillagan gerði ráð fyrir 10 körlum og 5 konum. Við þessu var orðið og með ákvörðun dómsmálaráðherra urðu 8 karlar og 7 konur dómarar. Munum að helsta vörn ríkislögmanns í málinu var að ákvörðunin hefði verið tekin af löggjafanum, um hans störf gilda fáar reglur og stjórnsýslulög ekki. Á þessi sjónarmið féllst Hæstiréttur ekki og gerði framkvæmdarvaldið (ráðherrann) ábyrgan. Þess vegna gilda stjórnsýslulög og fyrir hendi gæti verið bæði bótaréttur og skaðabótaréttur – sem væri ekki ef Alþingi bæri ábyrgðina. Það er skiljanlega erfitt fyrir Sigríði að víkja vegna ákvörðunar sem hún hélt jafnvel að hún tæki ekki. Og það er ekki víst að þingmenn Viðreisnar myndu samþykkja vantraust á hana vegna þessa máls ef tillaga um það kæmi fram á Alþingi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar