#Mjólkurskatturinn Vigdís Fríða skrifar 22. janúar 2018 09:00 Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkurvörur hafa hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur á landinu í yfir 14 ár. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar (2015) hefur neysla mjólkur og skyrs þó dregist saman síðan árið 2004. Á hinn bóginn selst jurtamjólk á íslenskum markaði sem aldrei fyrr. Það má meðal annars sjá á auknu vöruúrvali á jurtamjólk sem og hversu oft hún virðist seljast upp. Sífellt fleiri átta sig á að neysla manna á kúamjólk er með öllu óþörf, fólk er meðvitaðara um eigið mjólkuróþol og rannsóknir sýna fram á allskyns kvilla sem vísindamenn rekja til mjólkurneyslu. Mjólkurskatturinn á sér langa sögu. Tilgangur mjólkurskattsins í upphafi var ef til vill öllum ljós, en nú er öldin önnur. Hér áður fyrr var kúamjólkin að vissu leyti lífsnauðsynleg, enda var vöruframboð í þá daga ekkert sambærilegt við það sem við þekkjum í dag. Í dag getur fólk farið út í búð og keypt vörur frá öllum heimshornum. Þetta er eitthvað sem ber að skoða. Hverjir græða og hverjir tapa á kúamjólkurskatti? Þau okkar sem hafa sagt skilið við kúamjólkina borga meira fyrir hvern lítra af jurtamjólk en borga þó skatta inn í kerfi sem eyðir gífurlegum fjármunum í að halda kúamjólkurverði lágu. Þar að auki fer stór hluti af mjókurskattinum í að halda uppi framleiðslunni og skilar sér ekki til baka til neytenda. Þörf er á endurskoðun kerfisins. Er það almenn þekking að kostnaður neytenda og skattgreiðenda er á bilinu 1,5 til 4 milljarðar á ári? Það er umfram ávinning þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu. Gerum ráð fyrir því að beinn kostnaður neytenda sé þarna á milli, rúmlega 2,75 milljarðar. Gerum að sama skapi ráð fyrir því að mannfjöldinn hér á landi sé 336 þúsund. Það gerir um 8.200 krónur á hvern landsmann árlega í stuðning við kerfi sem ekki allir landsmenn kæra sig um að styðja. Þá má spyrja sig að því hvaða tilgangi ríkið þjónar. Að mínu mati á ríkið að snúast um almannahagsmuni, hagsmuni þjóðar og hagsmuni þeirra sem standa höllum fæti. Í upphafi þjónaði mjólkurskatturinn almannahagsmunum en hann gerir það ekki lengur. Mikilvægt er að gæta að sjálfbærni og fæðuöryggi, en það tvennt hefur verið með helstu rökum þess að flytja enga kúamjólk inn. Innflutningur myndi þó spara ríkinu ófáa auranna. Það er ýmislegt hægt að gera við 1.5 til 4 milljarða á ári. Styðjum við nýsköpum á sviði jurtamjólkur, öðlumst sjálfbærni og verndum byggð með nýjum leiðum. Tækifærin eru hér og nú. Áfram gakk.Málþingið „Mjólkurskatturinn – á ríkið að niðurgreiða mjólkurvörur?“ er haldið að Hallveigarstöðum, þriðjudaginn 23. janúar klukkan 20.00.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar