Hawaii-búar grétu, afklæddust og upplýstu um framhjáhald þegar viðvörunin barst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Allt er nú með kyrrum kjörum í Honolulu en fyrir viku barst íbúum Hawaii tilkynning um að eldflaug væri í þann mund að skella á ríkinu. Nordicphotos/AFP Víða á veraldarvefnum hafa Hawaii-búar deilt reynslusögum sínum af þessum örlagaríka laugardegi þegar þeir fengu skilaboð um að eldflaug væri í þann mund að skella á eyjunum. 38 mínútur liðu þangað til mistökin voru leiðrétt. Blaðamenn hafa sagt frá viðbrögðum sínum, vefsíður deilt upplýsingum um breytt hegðunarmynstur viðskiptavina og 13.750 ummæli voru skrifuð við þráð á spjallborðssíðunni Reddit þar sem notendur voru spurðir hvað þeir hafi gert þegar þeir fengu skilaboðin og hvort þeir sjái eftir því. Viðbrögð fjölmargra voru ósköp eðlileg í þessum aðstæðum á meðan viðbrögð annarra voru undarlegri. Þá grínuðust netverjar á Reddit og sögðu að bestu sögurnar ættu eftir að koma upp á yfirborðið eftir nokkra áratugi. Það er þegar þeir eyjaskeggjar sem læstu sig inni í sprengjubyrgjum þora loks aftur að koma upp á yfirborðið og sjá að engin eldflaug skall á Hawaii.Grét úr sér augunAmanda Thompson sagði í samtali við CBS-fréttastofuna að hún og eiginmaður hennar hefðu hrúgað vatni og öðrum nauðsynjum í skáp undir stiga á heimilinu. Síðan hefðu þau klöngrast inn í skápinn með nýfætt barn sitt og annað tveggja ára. „Við gripum allt sem við gátum. Teppi, kodda, bleyjur, blautþurrkur, mat, vatnsflöskur. Ég hef aldrei grátið svona mikið,“ sagði Thompson og bætti við: „Við hringdum í foreldra hans og ég grét svo mikið að þau skildu ekki orð af því sem ég sagði.“Fékk hjartaáfall Honolulu Star greindi frá því að Sean Shields, karlmaður á sextugsaldri, hefði verið staddur á ströndinni á Oahu þegar skilaboðin bárust. Hann hafi fyrst hringt í tíu ára dóttur sína og fullorðinn son sinn til að kveðja. Síðan hafi hann farið að kasta upp í gríð og erg. Kærasta hans hafi þá ekið honum á heilsugæslu þar sem hann fékk hjartaáfall. Samkvæmt Star er maðurinn á batavegi.Fáir skoðuðu klám fyrst eftir að viðvörunin barst. Þegar ljóst varð að um misskilning værir að ræða jókst aðsóknin aftur til muna.Nordicphotos/GettyFærri horfðu á klám Klámsíðan Pornhub tók saman aðsóknartölur þess tíma sem leið frá því viðvörunin var send út og þar til hún var leiðrétt. Niðurstöðurnar voru þær að eyjaskeggjar höfðu mun minni áhuga á því að horfa á klám þegar þeir héldu að þeir væru að lifa síðustu mínútur ævi sinnar. Um 77 prósenta lækkun miðað við venjulegan laugardag var að ræða. „Þegar mistökin voru leiðrétt fór umferðin að jafnast út og Hawaii-búar gátu andað léttar. Þeir sem vildu anda einna léttast leituðu aftur til Pornhub og umferðin mældist helmingi meiri en venjulega korteri síðar,“ sagði í bloggfærslu síðunnar.Greindi frá framhjáhaldi Í stað þess að reyna að gera (það sem hann hélt að yrðu) síðustu stundir fjölskyldu sinnar góðar ákvað fjölskyldufaðir á Oahu að senda allri stórfjölskyldunni skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni í tvö ár. Frá þessu greindi einn notenda Reddit sem fékk skilaboðin send. Fjölskyldufaðirinn sagðist vilja „gera hreint fyrir sínum dyrum“ áður en maðurinn með ljáinn kæmi að sækja hann.Yfirmaðurinn afklæddist Einn Reddit-notandi sagðist hafa verið einn af þeim fáu sem brugðust við af stillingu. Hann hafi verið á skrifstofu sinni og einfaldlega haldið áfram að vinna þar sem hann gæti ekki stöðvað eldflaug einn síns liðs og enginn tími gæfist til að komast í skjól.Skilaboðin sem send voru á eyjaskeggja.Nordicphotos/AFP„Aðra sögu er að segja af yfirmanni mínum. Hann afklæddist, gekk að borði forstjórans og fitlaði við sig beint fyrir framan forstjórann sem var þá að tala við eiginkonu sína í símann. Ég veit ekki hvort olli forstjóranum meiri óþægindum, hin væntanlega sprenging eða gjörðir yfirmanns míns,“ skrifaði notandinn og bætti því við að þegar mistökin hafi verið leiðrétt hafi yfirmaðurinn skiljanlega verið rekinn. Máli sínu til stuðnings skannaði notandinn inn uppsagnarbréf hins rekna yfirmanns. Það var undirritað af forstjóranum og í því sagði að best væri fyrir yfirmanninn að finna trúlega útskýringu á því hvers vegna fjögur ár ferilskrár hans væru tóm. Því ef einhver myndi hringja í þennan fyrrverandi vinnustað myndi forstjórinn sjálfur segja frá ástæðu brottrekstursins.Oföndun og grátur Meredyth Gilmore sagði frá því á Twitter að hún hefði hlaupið með barn sitt að sprengjubyrgi í eigu hersins þegar viðvörunin barst. Þar var henni tjáð að byrgið væri yfirfullt og búið væri að læsa því. „Við sátum frammi á gangi með um fimmtíu öðrum mökum hermanna og börnum þeirra. Flestir grétu, ofönduðu og bjuggust við því að deyja,“ tísti Gilmore og gagnrýndi harðlega hversu langan tíma það tók yfirvöld að leiðrétta mistökin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Víða á veraldarvefnum hafa Hawaii-búar deilt reynslusögum sínum af þessum örlagaríka laugardegi þegar þeir fengu skilaboð um að eldflaug væri í þann mund að skella á eyjunum. 38 mínútur liðu þangað til mistökin voru leiðrétt. Blaðamenn hafa sagt frá viðbrögðum sínum, vefsíður deilt upplýsingum um breytt hegðunarmynstur viðskiptavina og 13.750 ummæli voru skrifuð við þráð á spjallborðssíðunni Reddit þar sem notendur voru spurðir hvað þeir hafi gert þegar þeir fengu skilaboðin og hvort þeir sjái eftir því. Viðbrögð fjölmargra voru ósköp eðlileg í þessum aðstæðum á meðan viðbrögð annarra voru undarlegri. Þá grínuðust netverjar á Reddit og sögðu að bestu sögurnar ættu eftir að koma upp á yfirborðið eftir nokkra áratugi. Það er þegar þeir eyjaskeggjar sem læstu sig inni í sprengjubyrgjum þora loks aftur að koma upp á yfirborðið og sjá að engin eldflaug skall á Hawaii.Grét úr sér augunAmanda Thompson sagði í samtali við CBS-fréttastofuna að hún og eiginmaður hennar hefðu hrúgað vatni og öðrum nauðsynjum í skáp undir stiga á heimilinu. Síðan hefðu þau klöngrast inn í skápinn með nýfætt barn sitt og annað tveggja ára. „Við gripum allt sem við gátum. Teppi, kodda, bleyjur, blautþurrkur, mat, vatnsflöskur. Ég hef aldrei grátið svona mikið,“ sagði Thompson og bætti við: „Við hringdum í foreldra hans og ég grét svo mikið að þau skildu ekki orð af því sem ég sagði.“Fékk hjartaáfall Honolulu Star greindi frá því að Sean Shields, karlmaður á sextugsaldri, hefði verið staddur á ströndinni á Oahu þegar skilaboðin bárust. Hann hafi fyrst hringt í tíu ára dóttur sína og fullorðinn son sinn til að kveðja. Síðan hafi hann farið að kasta upp í gríð og erg. Kærasta hans hafi þá ekið honum á heilsugæslu þar sem hann fékk hjartaáfall. Samkvæmt Star er maðurinn á batavegi.Fáir skoðuðu klám fyrst eftir að viðvörunin barst. Þegar ljóst varð að um misskilning værir að ræða jókst aðsóknin aftur til muna.Nordicphotos/GettyFærri horfðu á klám Klámsíðan Pornhub tók saman aðsóknartölur þess tíma sem leið frá því viðvörunin var send út og þar til hún var leiðrétt. Niðurstöðurnar voru þær að eyjaskeggjar höfðu mun minni áhuga á því að horfa á klám þegar þeir héldu að þeir væru að lifa síðustu mínútur ævi sinnar. Um 77 prósenta lækkun miðað við venjulegan laugardag var að ræða. „Þegar mistökin voru leiðrétt fór umferðin að jafnast út og Hawaii-búar gátu andað léttar. Þeir sem vildu anda einna léttast leituðu aftur til Pornhub og umferðin mældist helmingi meiri en venjulega korteri síðar,“ sagði í bloggfærslu síðunnar.Greindi frá framhjáhaldi Í stað þess að reyna að gera (það sem hann hélt að yrðu) síðustu stundir fjölskyldu sinnar góðar ákvað fjölskyldufaðir á Oahu að senda allri stórfjölskyldunni skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hefði haldið fram hjá eiginkonu sinni í tvö ár. Frá þessu greindi einn notenda Reddit sem fékk skilaboðin send. Fjölskyldufaðirinn sagðist vilja „gera hreint fyrir sínum dyrum“ áður en maðurinn með ljáinn kæmi að sækja hann.Yfirmaðurinn afklæddist Einn Reddit-notandi sagðist hafa verið einn af þeim fáu sem brugðust við af stillingu. Hann hafi verið á skrifstofu sinni og einfaldlega haldið áfram að vinna þar sem hann gæti ekki stöðvað eldflaug einn síns liðs og enginn tími gæfist til að komast í skjól.Skilaboðin sem send voru á eyjaskeggja.Nordicphotos/AFP„Aðra sögu er að segja af yfirmanni mínum. Hann afklæddist, gekk að borði forstjórans og fitlaði við sig beint fyrir framan forstjórann sem var þá að tala við eiginkonu sína í símann. Ég veit ekki hvort olli forstjóranum meiri óþægindum, hin væntanlega sprenging eða gjörðir yfirmanns míns,“ skrifaði notandinn og bætti því við að þegar mistökin hafi verið leiðrétt hafi yfirmaðurinn skiljanlega verið rekinn. Máli sínu til stuðnings skannaði notandinn inn uppsagnarbréf hins rekna yfirmanns. Það var undirritað af forstjóranum og í því sagði að best væri fyrir yfirmanninn að finna trúlega útskýringu á því hvers vegna fjögur ár ferilskrár hans væru tóm. Því ef einhver myndi hringja í þennan fyrrverandi vinnustað myndi forstjórinn sjálfur segja frá ástæðu brottrekstursins.Oföndun og grátur Meredyth Gilmore sagði frá því á Twitter að hún hefði hlaupið með barn sitt að sprengjubyrgi í eigu hersins þegar viðvörunin barst. Þar var henni tjáð að byrgið væri yfirfullt og búið væri að læsa því. „Við sátum frammi á gangi með um fimmtíu öðrum mökum hermanna og börnum þeirra. Flestir grétu, ofönduðu og bjuggust við því að deyja,“ tísti Gilmore og gagnrýndi harðlega hversu langan tíma það tók yfirvöld að leiðrétta mistökin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00