Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:00 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur, leiðir líkur að því hún sé í farbanni. Hann telur farbannið ástæðuna fyrir því að hún fái ekki vegabréf sitt en það er enn í vörslu lögreglu í Malaga. Í frétt Ríkisútvarpsins, sem birt var í kvöld, var greint frá því að kona, sem lægi slösuð á sjúkrahúsi í Malaga, væri, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, í farbanni vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Spáni nokkrum dögum fyrir áramót. Í gær staðfesti Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Telur Sunnu vera í farbanni Jón Kristinn, sem er nýlentur í Malaga, segist í samtali við Vísi skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. „Það sem ég veit er það að hún er ekki með stöðu grunaðs eða neitt slíkt, en passinn er ekki látinn af hendi, þannig að ég tel líkur á því að sé þannig. Ég leiði líkur að því, það bara hlýtur að vera,“ segir Jón Kristinn, aðspurður hvort Sunna sé í farbanni.Sjá einnig: „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hann segir jafnframt undarlegt að Sunnu sé ekki hleypt heim til Íslands. „Mér finnst svo skrýtið að ef að hún er bendluð við það [fíkniefnamálið] eða einhverja stöðu, af hverju fær hún ekki að fara heim? Interpol getur starfað heima alveg eins og hér og annars staðar, en samt er hún ekki með neina réttarfarslega stöðu í málinu. Maður skilur þetta ekki.“ Jón Kristinn hyggst nú halda beinustu leið á sjúkrahúsið til fundar við Sunnu og fjölskyldu hennar. Þá segist hann munu hitta ræðismann Íslands í Malaga á morgun og afla sér frekari upplýsinga um málið.Ekkert nýtt komið fram Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, vildi ekki staðfesta fréttaflutning RÚV um farbann skjólstæðings síns þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum fyrr í kvöld. „Þeir [RÚV] hafa þá allavega einhverjar heimildir sem ég hef ekki. Ég hef verið í sambandi við lögregluna og það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sé sakborningur þarna úti,“ sagði Páll. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í áðurnefndu fíkniefnamáli en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. 30. janúar 2018 08:49
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00