Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Daglegum rekstri Glitnis verður hætt um mánaðamótin. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira