Boðið að keppa á ÓL en sagði nei takk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2018 16:00 Olga Graf með liðsfélögunum sem fá ekki að keppa. Vísir/Getty Rússar fá leyfi frá IOC að senda 169 keppendur á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu en enginn þeirra má þó keppa undir merkjum Rússlands. Ein af verðlaunahöfum Rússa frá síðustu leikum má taka þátt í ár en hún hefur nú afþakkað boðið. Skautahlauparinn Olga Graf er búin að missa liðsfélaga sína í bann og ætlar ekki að mæta til Pyeongchang. DR segir frá. Miklu fleiri Rússar vildu fá að keppa á leikunum en þeir sem fengu grænt ljós. Þeir fá það hinsvegar ekki af því að þeir gátu ekki sýnt fram á það að þeir væru alveg hreinir. Rússar eru enn í banni eftir að upp komst um víðtækt og skipulagt lyfjamisferli í landinu þar á meðal í tengslum við síðustu vetrarleika í Sotsjí 2014. Olga Graf var líkleg til afreka í Pyeongchang en hún vann tvenn bronsverðlaun á ÓL í Sotsjí 2014. Olga Graf vann þá brons í 3000 metra hlaupi og svo annað brons í liðakeppni. Það er einmitt liðakeppnin sem spilar aðalhlutverkið í því að Olga Graf sagði nei takk. Félagar Olga Graf í liðakeppninni fengu nefnilega ekki grænt ljóst og bronsliðið frá 2014 fær því ekki tækifæri til að komast aftur á pall. Olga Graf má hinsvegar taka þátt í einstaklingskeppninni. „Allar mínar vonir um að keppa á Ólympíuleikunum verða ekki að veruleika af því að íþróttirnar eru orðnar hluti af hrossakaupum í polítík,“ sagði Olga Graf. Hún vill ekki vera peð í höndum pólítíkusana. Eins og staðan er núna keppa því aðeins 168 Rússar undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu sem hefjast í næsta mánuði.Olga.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Rússar fá leyfi frá IOC að senda 169 keppendur á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu en enginn þeirra má þó keppa undir merkjum Rússlands. Ein af verðlaunahöfum Rússa frá síðustu leikum má taka þátt í ár en hún hefur nú afþakkað boðið. Skautahlauparinn Olga Graf er búin að missa liðsfélaga sína í bann og ætlar ekki að mæta til Pyeongchang. DR segir frá. Miklu fleiri Rússar vildu fá að keppa á leikunum en þeir sem fengu grænt ljós. Þeir fá það hinsvegar ekki af því að þeir gátu ekki sýnt fram á það að þeir væru alveg hreinir. Rússar eru enn í banni eftir að upp komst um víðtækt og skipulagt lyfjamisferli í landinu þar á meðal í tengslum við síðustu vetrarleika í Sotsjí 2014. Olga Graf var líkleg til afreka í Pyeongchang en hún vann tvenn bronsverðlaun á ÓL í Sotsjí 2014. Olga Graf vann þá brons í 3000 metra hlaupi og svo annað brons í liðakeppni. Það er einmitt liðakeppnin sem spilar aðalhlutverkið í því að Olga Graf sagði nei takk. Félagar Olga Graf í liðakeppninni fengu nefnilega ekki grænt ljóst og bronsliðið frá 2014 fær því ekki tækifæri til að komast aftur á pall. Olga Graf má hinsvegar taka þátt í einstaklingskeppninni. „Allar mínar vonir um að keppa á Ólympíuleikunum verða ekki að veruleika af því að íþróttirnar eru orðnar hluti af hrossakaupum í polítík,“ sagði Olga Graf. Hún vill ekki vera peð í höndum pólítíkusana. Eins og staðan er núna keppa því aðeins 168 Rússar undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu sem hefjast í næsta mánuði.Olga.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn