Ísland var með bestu vítamarkvörsluna á EM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2018 12:00 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Ernir Björgvin Páll Gústavsson hjálpaði íslenska handboltalandsliðinu upp í efsta sæti á einum flottum tölfræðilista á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Króatíu um helgina. Ísland var nefnilega með bestu vítamarkvörsluna á mótinu en markverðir íslenska liðsins vörðu 43 prósent vítanna sem þeir reyndu við í leikjunum sínum á móti Svíum, Króötum og Serbum. Íslensku markverðirnir voru meira segja með yfirburðarforystu en þeir vörðu tíu prósentum betur í vítum en næsta lið sem var Hvíta-Rússland. Danir voru í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Heimamenn í Króatíu ráku síðan lestina en þeir voru með 34 prósent verri vítamarkvörslu en Ísland þar sem markverðir króatíska liðsins vörðu aðeins 2 af 23 vítum sem þeir reyndu við. Björgvin Páll Gústavsson varði helming þeirra víta sem hann reyndi við (3 af 6) og deildi þar efsta sætinu á listanum yfir bestu vítamarkvörslu markvarða með þeim Viachaslau Saldatsenska frá Hvíta-Rússlandi og Arpad Sterbik frá Spáni. Það var mikið gert úr innkomu Arpad Sterbik í Evrópumótinu en hann spilaði aðeins tvo síðustu leikina og hjálpaði Spánverjum að vinna Evrópumeistaratitilinn. Sterbik varði frábærlega og ekki síst í vítaköstum. Hann náði hinsvegar þrátt fyrir það ekki að komast upp fyrir okkar mann á listanum. Það vekur samt furðu að besta markvarsla íslensku markvarðanna hlutfallslega hafi verið í vítum. Þeir vörðu nefnilega betur í vítaköstum (43%) en þeir gerðu í langskotum (40%), úr hornum (32%) og af línu (20%). Verst gekk síðan í gegnumbrotunum en þar var markvarslan aðeins 12 prósent. Þessar tölur segja okkar að það væri kannski bara best fyrir íslensku strákana að brjóta bara nógu oft á mótherjunum og senda þá á vítapunktinn. Kannski ekki rökrétt hugsun en tölurnar hafa talað sínu máli.Besta vítamarkvarsla markvarða á EM 2018: (Sjá hér) 1. Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússlandi 50 prósent (4 af 8)1. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 50 prósent (3 af 6) 1. Arpad Sterbik, Spáni 50 prósent (3 af 6) 4. Jannick Green, Danmörku 40 prósent (4 af 10) 5. Thomas Bauer, Austurríki 38 prósent (3 af 8) 5. Urban Lesjak, Slóveníu 38 prósent (3 af 8) 7. Vincent Gérard, Frakklandi 31 prósent (4 af 13) 8. Andreas Wolff, Þýskalandi 29 prósent (4 af 14) 8. Nikola Mitrevski, Makedóníu 29 prósent (2 af 7) 10. Martín Galia, Tékklandi 27 prósent (3 af 11)Besta vítamarkvarsla liða á EM 2018: (Sjá hér)1. Ísland 43 prósent (3 af 7) 2. Hvíta Rússland 33 prósent (4 af 12) 3. Danmörk 30 prósent (8 af 27) 4. Frakkland 28 prósent (7 af 25) 5. Tékkland 25 prósent (7 af 28) 6. Austurríki 23 prósnet (3 af 13) 7. Slóvenía 23 prósent (5 af 22)Hvar stóðu íslensku markverðirnir sig best: 1. Víti - 43 prósent (3 af 7) 2. Langskot - 40 prósent (17 af 42) 3. Horn - 32 prósent (9 af 28) 4. Hraðaupphlaup - 21 prósent (3 af 14) 5. Lína - 20 prósent (1 af 5) 6. Gegnumbrot - 12 prósent (2 af 17) EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00 Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00 Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00 Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30 Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hjálpaði íslenska handboltalandsliðinu upp í efsta sæti á einum flottum tölfræðilista á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Króatíu um helgina. Ísland var nefnilega með bestu vítamarkvörsluna á mótinu en markverðir íslenska liðsins vörðu 43 prósent vítanna sem þeir reyndu við í leikjunum sínum á móti Svíum, Króötum og Serbum. Íslensku markverðirnir voru meira segja með yfirburðarforystu en þeir vörðu tíu prósentum betur í vítum en næsta lið sem var Hvíta-Rússland. Danir voru í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Heimamenn í Króatíu ráku síðan lestina en þeir voru með 34 prósent verri vítamarkvörslu en Ísland þar sem markverðir króatíska liðsins vörðu aðeins 2 af 23 vítum sem þeir reyndu við. Björgvin Páll Gústavsson varði helming þeirra víta sem hann reyndi við (3 af 6) og deildi þar efsta sætinu á listanum yfir bestu vítamarkvörslu markvarða með þeim Viachaslau Saldatsenska frá Hvíta-Rússlandi og Arpad Sterbik frá Spáni. Það var mikið gert úr innkomu Arpad Sterbik í Evrópumótinu en hann spilaði aðeins tvo síðustu leikina og hjálpaði Spánverjum að vinna Evrópumeistaratitilinn. Sterbik varði frábærlega og ekki síst í vítaköstum. Hann náði hinsvegar þrátt fyrir það ekki að komast upp fyrir okkar mann á listanum. Það vekur samt furðu að besta markvarsla íslensku markvarðanna hlutfallslega hafi verið í vítum. Þeir vörðu nefnilega betur í vítaköstum (43%) en þeir gerðu í langskotum (40%), úr hornum (32%) og af línu (20%). Verst gekk síðan í gegnumbrotunum en þar var markvarslan aðeins 12 prósent. Þessar tölur segja okkar að það væri kannski bara best fyrir íslensku strákana að brjóta bara nógu oft á mótherjunum og senda þá á vítapunktinn. Kannski ekki rökrétt hugsun en tölurnar hafa talað sínu máli.Besta vítamarkvarsla markvarða á EM 2018: (Sjá hér) 1. Viachaslau Saldatsenka, Hvíta-Rússlandi 50 prósent (4 af 8)1. Björgvin Páll Gústavsson, Íslandi 50 prósent (3 af 6) 1. Arpad Sterbik, Spáni 50 prósent (3 af 6) 4. Jannick Green, Danmörku 40 prósent (4 af 10) 5. Thomas Bauer, Austurríki 38 prósent (3 af 8) 5. Urban Lesjak, Slóveníu 38 prósent (3 af 8) 7. Vincent Gérard, Frakklandi 31 prósent (4 af 13) 8. Andreas Wolff, Þýskalandi 29 prósent (4 af 14) 8. Nikola Mitrevski, Makedóníu 29 prósent (2 af 7) 10. Martín Galia, Tékklandi 27 prósent (3 af 11)Besta vítamarkvarsla liða á EM 2018: (Sjá hér)1. Ísland 43 prósent (3 af 7) 2. Hvíta Rússland 33 prósent (4 af 12) 3. Danmörk 30 prósent (8 af 27) 4. Frakkland 28 prósent (7 af 25) 5. Tékkland 25 prósent (7 af 28) 6. Austurríki 23 prósnet (3 af 13) 7. Slóvenía 23 prósent (5 af 22)Hvar stóðu íslensku markverðirnir sig best: 1. Víti - 43 prósent (3 af 7) 2. Langskot - 40 prósent (17 af 42) 3. Horn - 32 prósent (9 af 28) 4. Hraðaupphlaup - 21 prósent (3 af 14) 5. Lína - 20 prósent (1 af 5) 6. Gegnumbrot - 12 prósent (2 af 17)
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00 Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00 Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00 Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30 Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018 Leikurinn er 60 mínútur en ekki 40 mínútur og þess vegna er Ísland á leiðinni heim frá EM í Króatíu. 17. janúar 2018 12:00
Ekki skorað minna í átján ár Eftir að hafa átt eitt besta sóknarlið heims í mörg ár hefur sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins hrakað mikið á síðustu árum. Aðeins eitt lið skoraði færri mörk en Ísland í riðlakeppninni á EM 2018 í Króatíu. 19. janúar 2018 06:00
Svíar búnir að tapa fleiri leikjum en Ísland á EM í ár en samt komnir í undanúrslit Annað Evrópumótið í handbolta í röð mun lið undir stjórn íslensks þjálfara spila um verðlaun. Svíar, undir stjórn íslenska þjálfarans Kristjáns Andréssonar, komust í gær í undanúrslitin á EM í Króatíu. 25. janúar 2018 15:00
Ísland eina liðið á EM sem er betra manni færri en manni fleiri Íslenska landsliðið í handbolta er á heimleið frá EM eftir aðeins þrjá leiki og ein af ástæðunum er örugglega hversu illa liðinu gekk að nýta sér það þegar liðið var manni fleiri inn á vellinum. 17. janúar 2018 14:30
Lokakafli Íslendinga á móti Serbum lítur nú enn verr út Ísland klúðraði Evrópumótinu í Króatíu á skelfilegum lokakafla á móti Serbum og lokakafli Íslendinga í þessum leik á móti Serbum lítur nú enn verr út eftir mjög slaka frammistöðu Serbíu í milliriðlinum í Zagreb. 24. janúar 2018 16:29