Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur skilur að fólk gagnrýnir háar akstursgreiðslur en það kosti einfaldlega að hafa þingmenn sem koma af landsbyggðinni. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokkrins fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs. Hann ók 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Sá þingmaður sem kom á eftir fékk 3.4 milljónir króna í endurgreiðslu fyrir 35.065 km akstur.Sjá: „4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um akstursgreiðslur til þingmanna. Athygli vekur að þær eru ekki persónugreinanlegar en í svarinu segir: „Akstur einstakra þingmanna innan lands fer eftir mjög skýrum reglum sem eru opinberar og öllum aðgengilegar. Litið er svo á að aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna. Þess vegna hafa almennt ekki verið veittar persónugreinanlegar upplýsingar um þessar endurgreiðslur.“ Ásmundur upplýsti sjálfur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann væri sá þingmaður sem hefði fengið hæstu endurgreiðsluna. Ásmundur er þingmaður fyrir víðfeðmasta kjördæmi landsins, Suðurkjördæmi, og bendir á að það krefjist þess að hann aki langar vegalengdir til að sinna kjördæminu. Hann skilji þó að fólk gagnrýni það þegar það sjái svo háar endurgreiðslur til þingmanna. Í svari forseta þingsins er birtur listi yfir tíu hæstu upphæðirnar sem þingmenn fengu endurgreiddar fyrir akstur. Þær eru þó ekki persónugreinanlegar.Skjáskot/Alþingi „Það er alveg eðlilegt að fólk gagnrýni þetta enda eru þetta stórar tölur,“ segir Ásmundur. „En ég bý í öðrum endanum á kjördæmi sem er 700 kílómetrar, ég er mjög duglegur að ferðast, ég fer mjög oft á fundi sem ég er boðaður á og ýmsar samkomur þar sem óskað er eftir nærveru þingmanna. Ég hef verið duglegur við þetta eins og margir félagar mínir í þingflokknum.“ Ásmundur býr í Garði og bendir á að það séu um 57 kílómetra akstur í miðborg Reykjavíkur, fram og til baka, þegar þingið er að störfum. Hann áætlar að það sé um helmingurinn af greiðslunum. „Það er dýrt að hafa landsbyggðarþingmenn,“ segir hann. „Og við þurfum alltaf að halda uppi vörnum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig mikil eftirspurn eftir því að við séum sjáanlegir, ég hef sinnt þeirri skyldu ríkulega og mun gera það áfram,“ segir Ásmundur og bendir á að það sé ekki bara um að ræða akstursgreiðslur. Hann nýti sér þær á meðan aðrir landsbyggðarþingmenn nýti sér til að mynda greiðslur vegna flugs eða annars heimilis í Reykjavík.Sjá: Reglur um þingfararkostnað Alþingismanna Aðspurður um hvort honum þætti eðlilegt að setja þak á akstursgreiðslur segist hann ekki setja sig upp á móti slíkri umræðu. „Mér finnst eðlilegt að slíkir hlutir séu teknir upp og ræddir. Ég ætla ekki að setja mig upp á móti því fyrirfram að það sé eitthvað þak sett á það. Ég skil það vel að hár kostnaður fari í taugarnar á fólki en ég er að leggja fram mikla vinnu við að sinna mínum erindum sem þingmaður og það kostar að vera landsbyggðarþingmaður.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira