Þegar ráðherrarnir láta sér ekki segjast Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:45 Formaður Dómarafélagsins segir að í Danmörku og Noregi sé nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefnda við skipan dómara. Fréttablaðið/Antonbrink Vísir/ANTON Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Margir spyrja sig að því um þessar mundir hvað valdi því að jafn illa gangi að skipa dómara með farsælum hætti eins og raun ber vitni enda gengið á ýmsu í þeim efnum undanfarna áratugi. „Til að fá einhvern skilning á þessu held ég það þurfi að fara alla leið aftur á tíunda áratug síðustu aldar eða allavega aftur til aldamóta,“ segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi formaður Dómarafélags Íslands, og segir breytinguna sem gerð var um skipun dómara árið 2010 ekki hafa verið gerða að ástæðulausu. Við setningu dómstólalaganna frá 1998 hafði ráðherra töluvert svigrúm við skipun dómara að fenginni umsögn Hæstaréttar, sem mat hæfi og hæfni dómaraefna við réttinn, og sérstakrar dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Umdeildar skipanir, til að mynda skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Hæstarétt árið 2003 og skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara árið 2008, rötuðu bæði til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar. Í báðum tilvikum var farið gegn hinum lögbundnu umsagnaraðilum og var ráðherra ekki talinn hafa uppfyllt rannsóknarskyldu sína.Nær óhugsandi í Skandinavíu Það var ekki fyrr en 2010, í tíð Rögnu Árnadóttur að ráðist var í breytingar á lagaákvæðum um skipun dómara. Í skýrslu nefndar sem fengin var til að undirbúa breytingarnar var þó talið óþarft að ráðherra yrði beinlínis gert skylt að fara að tilmælum dómnefndar og vísað til framkvæmdarinnar á Norðurlöndunum: „Sú leið hefur heldur ekki verið farin í Danmörku og Noregi en þar er álitið nær óhugsandi að ráðherra fari gegn áliti nefndarinnar þótt ekki sé það bindandi.“ Í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar var aftur hafin vinna af fullum krafti við að koma á millidómstigi. Í frumvarpi sem undirbúið var í dómsmálaráðuneytinu má sjá að ráðherra hugðist bakka með þær breytingar sem gerðar voru árið 2010 og auka svigrúm ráðherra að nýju og færa reglurnar aftur í gamla farið. Frumvarpið var hins vegar aldrei lagt fram á Alþingi í þeirri mynd, enda þessum fyrirætlunum mótmælt harðlega af helstu umsagnaraðilum þess. Með nýjum lögum um dómstóla sem samþykkt voru 2016 var fyrirkomulagið sem komið var á 2010 fest í sessi í meginatriðum. Og enn og aftur fer ráðherra gegn tillögu dómnefndar án þess að uppfylla rannsóknarskyldu sína. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki verið í samræmi við hin nýju lög og óvissa ríkir um gildi þeirra úrskurða og dóma sem Landsréttur hefur nú hafist handa við að kveða upp.Hæstiréttur sker úr Aðspurður um hvernig þeirri réttaróvissu sem af þessu leiðir verði eytt segir Skúli Hæstarétt muni skera um það. „Henni verður væntanlega eytt með úrlausn Hæstaréttar sem sker þá úr um það hvort annmarkar við skipun þessara tilteknu dómara leiði til þess að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs, segir Skúli og vísar til sömu stöðu sem var uppi í máli Evrópudómstólsins sem vitnað er til í umræðunni. Hin leiðin væri þá sú að krefjast ómerkingar áfrýjaðs dóms,“ segir Skúli. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dómurinn sé ekki löglega skipaður með þessa dómara innanborðs segir Skúli að væntanlega þurfi þá að hefja nýtt skipunarferli. Um ferlið eins og það er í dag segir Skúli það gera ráð fyrir því að allir handhafar ríkisvaldsins geti komið að skipunarferlinu en enginn þeirra fari með algert vald. „Umsagnarnefndin er ekki valdameiri en svo að ráðherra getur vikið frá tillögum hennar. Ráðherra er ekki valdameiri en svo að hann verður að bera tillögurnar undir Alþingi. Alþingi er svo aftur ekki valdameira en svo að það verður að vinna út frá tillögum ráðherra sem taka þá mið af vinnu hinnar faglegu stjórnsýslu. Svo skulum við ekki útiloka fjórða aðilann sem er forseti Íslands sem við getum sagt að sé hinn endanlegi öryggisventill á allt ferlið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira