Vansvefta gleymum við Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kona verður ólétt og við tekur 9 mánaða meðganga. Barnið fæðist og foreldrar gleðjast. Fjölskyldan nýtur 9 mánaða fæðingarorlofs. Að fæðingarorlofi loknu tekur svo við svarthol óvissu og tekjutaps. Einn daginn fær barnið pláss í dagvistun og svefnvana foreldrar komast á fullt í vinnu. Lífið gengur sinn vanagang og það eina sem minnir á þetta tímabil vonleysis, tekjuleysis og svefnleysis er bölvaður yfirdrátturinn. Það hafa flestir upplifað eitthvað þessu líkt og það er eiginlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast í okkar ríka samfélagi sem stærir sig af jöfnuði og kynjajafnrétti. Ég hitti svefnlækni um daginn sem sagði mér að við myndum ekki minningar þegar við erum vansvefta. Kannski er það ein ástæðan, við komumst öll í gegnum þetta og svo fellur þetta bara í gleymskunnar dá svefnleysis. Í dag byrja nær öll börn í dagvistun hjá dagforeldrum og hentar það flestum litlum börnum vel. Því miður hefur fækkað í stétt dagforeldra og við því þarf að sporna. Það þarf að stórauka niðurgreiðslur til dagforeldra og fjölga þeim sem vinna tveir og tveir saman. Kortlagning á leikvöllum borgarinnar sem nú á sér stað mun skila okkur fleiri gæsluhúsum og betri aðstöðu fyrir dagforeldra. Dagforeldrar eru og eiga að vera partur af dagvistunarkerfinu og mega ekki upplifa sig sem tegund í útrýmingarhættu. Reykjavík getur verið stolt af sínum leikskólum sem sinna sínu hlutverki sem fyrsta skólastigið af alúð og starfsfólkinu sem þar vinnur faglegt og ótrúlegt starf á hverjum degi. En það þarf að koma börnum fyrr að og tryggja börnum pláss í sínu hverfi. Þetta gerum við með því að fjölga ungbarnadeildum í öllum hverfum og fara í þær umbætur á starfsumhverfi sem nauðsynlegar eru til þess að við getum mannað nýjar stöður. Við eigum ekki að treysta á að vansvefta foreldrar harki þetta af sér og gleymi. Við eigum einfaldlega að leysa þetta fyrir börnin okkar og samfélagið allt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar