Reykjavík er okkar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun