Norska lögreglan áfram óvopnuð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2018 21:00 Norskir lögreglumenn að störfum í Osló. Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Sjá meira
Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Sjá meira