Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt. Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira