„Má ekkert lengur?“ Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:14 „Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
„Má ekkert lengur“ er algeng setning sem sleppur út fyrir varir miðaldra, gagnkynhneigðra, hvítra karlmanna þegar Me Too byltingin er rædd. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessir menn eiga nákvæmlega við. Má ekki koma með kynferðislegar, og gjarnan niðrandi, athugasemdir um samstarfskonur sínar? Má ekki senda óvæntar myndir af getnaðarlim sínum til kvenna, eða jafnvel stúlkna undir lögaldri? Má ekki deila nektarmyndum af fólki sem hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir birtingunni? Nei, elsku eymingja forréttinda pésarnir okkar. Því miður, fyrir ykkur, hefur íslenskt samfélag sagt stopp við slíkri hegðun. Sem betur fer fyrir ykkur er þó enn til staðar aragrúi af óskýrum línum í íslenskum lögum. Refsingar vegna kynferðisafbrota hérlendis hafa löngum verið fátíðar og allt of vægar. Refsingar vegna stafræns kynferðisofbeldis eru sjaldséðar og er löggjöfin sem varðar stafrænt kynferðisofbeldi afar óskýr og slíkt ofbeldi ekki skilgreint sérstaklega í lögum. Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa í tvígang sett fram frumvarp er varðar skilgreiningu á stafrænu ofbeldi í hegningarlögum en hvorugt frumvarpið náði í gegn. Á síðasta kjörtímabili var skýrt tekið fram að frumvarp sem skilgreinir stafrænt kynferðisofbeldi ætti að vera sett fram. Slíkt var ekki gert og enn hefur íslenska þjóðin sama dómsmálaráðherra og á síðasta kjörtímabili. Nú hefur Helgi Hrafn þó sett fram frumvarp sem 23 þingmenn standa á bak við, þó ekki þingmenn Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Frumvarpið tekur til breytinga á almennum hegningarlögum, nánar til tekið grein 210 sem fjallar um bann við dreifingu kláms, þá sérstaklega barnakláms. Verði frumvarpið samþykkt bætist eftirfarandi grein við grein 210:Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum. Þrátt fyrir að frumvarpið sé mikið gleðiefni í sjálfu sér verður að teljast undarlegt að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks standi á bak við frumvarpið. Sérstaklega ef tekið er mið af því að sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, er þingkona Sjálfstæðisflokksins. Fyrir tæpu ári síðan sagði hún ekki nauðsynlegt að skilgreina stafrænt ofbeldi betur í lögum en ég sé ekki betur en að sú skoðun hennar sé tímaskekkja. Það hlýtur að teljast nauðsynlegt að skilgreina betur ofbeldi sem fer sívaxandi í nútímasamfélagi. Viljum við Íslendingar að afbrotamenn geti falið sig á bak við þá staðreynd að það séu í raun ekki til nein lög um brot þeirra? Viljum við enn þá að skömminni sé sífellt skellt á þolendur sem geta ekki einu sinni stutt sig við dómskerfið? Það held ég ekki. Nú situr eftir ósamkynja von í hjörtum okkar og ykkar. Við, sem viljum sjá skýrari refsiramma utan um hvers konar kynferðisbrot, krossum fingur og biðlum til þingsins að frumvarpið verði samþykkt. Þið, sem klórið ykkur í pungnum yfir þessu öllu saman og spyrjið enn „hva, má ekkert lengur?“ vonið að framþróunin, sem hefur orðið í umræðu um kynferðisbrot, stöðvi skyndilega og snúist í andhverfu sína. Við skulum sjá til þess að ykkur verði ekki gert til hæfis. Höfundur er nemandi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun