Nunes heldur því fram í minnisblaði sínu að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi beitt óheiðarlegum aðferðum til þess að fá heimildir til þess að hlera Carter Page, fyrrverandi starfsmann framboðs Donald Trump.
Adam Schiff og aðrir Demókratar í nefndinni segja hins vegar að Nunes hafi sérvalið upplýsingar úr tuga blaðsíðna heimildarbeiðni FBI til þess að styðja við ásakanir sínar og sleppt því að nefna aðrar upplýsingar.
Schiff tilkynnti ákvörðun nefndarinnar nú í kvöld og sagði árásir Trump og stuðningsmanna hans á FBI vera til marks um örvæntingu á meðal þeirra. Hann sagðist telja að þetta muni hjálpa til við að upplýsa almenning um afbökun sannleikans og rangfærslur í minnisblaði Nunes.
„Litli Adam Schiff, sem er dauðlangar að bjóða sig fram til hærri stöðu, er einn af stærstu lygurum og lekurum Washington, hann er þarna efst uppi með Comey, Warner, Brennan og Clapper! Adam yfirgefur lokaða nefndarfundi til þess að leka leynilegum upplýsingum með ólöglegum hætti. Verður að vera stöðvaður,“ skrifaði Trump í dag.
Skömmu seinna fór hann fögrum orðum um Nunes og sagði hann heiðarlegan og harðgerðan mann. Trump sagðist vonast til þess að hann yrði viðurkenndur sem sú bandaríska hetja sem hann væri.
Little Adam Schiff, who is desperate to run for higher office, is one of the biggest liars and leakers in Washington, right up there with Comey, Warner, Brennan and Clapper! Adam leaves closed committee hearings to illegally leak confidential information. Must be stopped!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018
Representative Devin Nunes, a man of tremendous courage and grit, may someday be recognized as a Great American Hero for what he has exposed and what he has had to endure!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 5, 2018