Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:59 Nokkuð hefur verið um það að ökumenn hafi ekki virt lokanir. Jóhann K. Jóhannsson Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. Björgunarsveitarmenn eru við lokunarpósta en kalla þurfti til lögreglu við lokunina á Hellisheiði til þess að tryggja að menn færu ekki inn á veginn að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Vandræðin á Sandskeiðinu komu mikið til út af því að fólk virti ekki lokanir og fer framhjá lokunum. Síðan tekur miklu lengri tíma að greiða úr því þar sem menn festa sig, komast ekki áfram og snjóruðningstæki okkar geta ekki athafnað sig. Það þarf að byrja á að losa bílana, koma þeim frá og svo framvegis,“ segir G. Pétur í samtali við Vísi. Hann segir að bæði í gærkvöldi og í morgun hafi það gerst að ökumenn virði ekki tilmæli björgunarsveitarmanna á lokunarpóstum. „En björgunarsveitarmenn hafa ekkert vald til að ganga hart fram þannig að það var kölluð til lögregla í morgun til þess að reyna að tryggja að menn væru ekki að fara inn á þetta svæði þar sem er verið að ryðja og koma í stand þannig að það sé hægt að opna. Það tefst alltaf því fólk fer framhjá lokunum.“Athugað verður með það nú klukkan 10 hvort hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli.Vegir sem eru lokaðir eru eftirfarandi: Þessir vegir eru lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og krapi er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar á Suð-vestanverðu landinu. Óveður er á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, á Sandgerðisvegi og í sunnanverðum Grafning.Á Vesturlandi er víða mjög hvasst. Ófært er um Holtavörðuheiði, Vatnaleið, Fróðárheiði. Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Kleifaheiði og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði, á Þröskuldum, í Þorskafirði og á Innstrandavegi. Þungfært og krapi er í Ísafjarðardjúpi en þæfingsfærð á Mikladal.Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Flughált er fyrir Tjörnes, á Grenivíkurvegi. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum. Ófært er á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er með Suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29 Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. 2. febrúar 2018 08:29
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15