Jóhann Þór: Þriðja eða fjórða hraðmótið framundan Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 20:57 Jóhann var ánægður með leik sinna manna í sigrinum á Keflavík. vísir/ernir „Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann og hóf leikinn af miklum krafti. Síðan tóku heimamenn yfir og Jóhann sagði að þeir hefðu einfaldlega lagt meira á sig. „Það var kraftur í okkur og við vorum að leggja á okkur. Þetta var ekkert alltaf upp á 10 en við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að leggja á okkur og þá uppskerum við. Það kom þessar síðustu 30 mínútur.“ Grindvíkingar fengu flott framlag af bekknum í kvöld og meðal annars átti Ingvi Þór Guðmundsson frábæra innkomu og skoraði 22 stig í fyrri hálfleik. „Hann stóð sig mjög vel og kom þessu í gang sóknarlega ásamt öðrum sem komu inn af bekknum. Hann var flottur í vörn líka og eins og ég sagði þá voru þeir sem komu inn af bekknum góðir og Ingvi mjög flottur í kvöld,“ bætti Jóhann við. Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem eiga leiki gegn KR, Njarðvík, Stjörnunni og ÍR í næstu fjórum umferðum. Jóhann sér möguleika á því að lyfta sér upp í eitt af fjórum efstu sætunum sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá getum við keppt við hvern sem er. Við erum að fara í Vesturbæinn næst og það er alltaf gaman að fara þangað. Þriðja eða fjórða hraðmót mótanefndar er framundan núna og þetta verða hörkuleikir. Við hlökkum til,“ sagði Jóhann að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 90-70 | Öruggur sigur Grindavíkur gegn Hetti Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. 1. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
„Við náðum að herða vörnina. Þetta var vanvirðing þessar fyrstu tíu mínútur. Við fengum flott framlag frá bekknum, strákar sem komu inn og sneru þessu við. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir þægilegan sigur á botnliði Hattar í Dominos-deildinni í kvöld. Höttur leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann og hóf leikinn af miklum krafti. Síðan tóku heimamenn yfir og Jóhann sagði að þeir hefðu einfaldlega lagt meira á sig. „Það var kraftur í okkur og við vorum að leggja á okkur. Þetta var ekkert alltaf upp á 10 en við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að leggja á okkur og þá uppskerum við. Það kom þessar síðustu 30 mínútur.“ Grindvíkingar fengu flott framlag af bekknum í kvöld og meðal annars átti Ingvi Þór Guðmundsson frábæra innkomu og skoraði 22 stig í fyrri hálfleik. „Hann stóð sig mjög vel og kom þessu í gang sóknarlega ásamt öðrum sem komu inn af bekknum. Hann var flottur í vörn líka og eins og ég sagði þá voru þeir sem komu inn af bekknum góðir og Ingvi mjög flottur í kvöld,“ bætti Jóhann við. Framundan eru stórleikir hjá Grindvíkingum sem eiga leiki gegn KR, Njarðvík, Stjörnunni og ÍR í næstu fjórum umferðum. Jóhann sér möguleika á því að lyfta sér upp í eitt af fjórum efstu sætunum sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Ef við setjum upp frammistöðu sem við erum sáttir við þá getum við keppt við hvern sem er. Við erum að fara í Vesturbæinn næst og það er alltaf gaman að fara þangað. Þriðja eða fjórða hraðmót mótanefndar er framundan núna og þetta verða hörkuleikir. Við hlökkum til,“ sagði Jóhann að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 90-70 | Öruggur sigur Grindavíkur gegn Hetti Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. 1. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 90-70 | Öruggur sigur Grindavíkur gegn Hetti Grindavík vann öruggan sigur á Hetti í 16.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust mest 10 stigum yfir í fyrsta leikhluta. 1. febrúar 2018 22:00