Breytni eftir Kristi Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun