Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2018 21:41 Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR er ósáttur við vinnubrögð KKÍ. Vísir/Anton „Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér. Ég er maður sem tel mig vera heiðarlegan í mínu starfi og hef unnið mikið og gott starf, að mínu mati, fyrir KKÍ og að það sé verið að ýja að því að ég sé að nýta mér einhverja hluti á kostnað landsliðsins til að hjálpa KR er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í viðtali við Vísi eftir tapleikinn gegn Haukum í kvöld þegar hann var spurður út í umræðuna í Dominos-körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið um val á æfingahópi landsliðsins. Umræðan í þættinum á föstudag snerist meðal annars um það að fimm leikmenn Hauka þyrftu að mæta á æfingar með landsliðinu um helgina þegar stórleikur við KR væri framundan á meðan enginn leikmaður KR væri í sömu stöðu. Finnur Freyr er einmitt aðstoðarþjálfari landsliðsins. „Mér finnst það ábyrgðarleysi af fjölmiðlamönnum að tala svona um hlutina án þess að hafa neitt fyrir sér. Staðreyndin er sú að það er mótanefnd KKÍ og mótastjóri sem bera ábyrgð á þessu dæmi. Þessir leikir hjá kvennalandsliðinu (sem Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þjálfar, innskot blaðamanns) eru búnir að vera á dagskrá síðan síðasta sumar. Þessi leikur er færður þann 6.febrúar þegar ótrúleg atburðaráð fer af stað,“ bætti Finnur Freyr við. Ívar gerði samkomulag við KKÍFinnur ásamt Craig Pedersen landsliðsþjálfaravísir/antonFinnur heldur ræðu sinni áfram og gagnrýnir mótanefnd KKÍ harkalega. „Leik Hauka og Hattar er frestað sunnudaginn 4.febrúar og af því að þeim leik er frestað frá sunnudegi yfir á fimmtudag þá er okkar leik, KR-Haukar, frestað frá 12. til 18.febrúar. Þegar maður hugsar þetta eru engin sjáanleg rök um hvernig þessir leikir tengjast. Svörin sem við fengum frá mótastjóra KKÍ var að Ívar Ásgrímsson hefði gert samkomulag við KKÍ um að hann myndi bara missa af einum leik útaf verkefni hjá kvennalandsliðinu.“ „Landsliðshelgin var ákveðin í nóvember og KKÍ vissi af því. KKÍ sjálft ákveður að færa þennan leik yfir á landsliðshelgi. Það er talað um af hverju hópurinn sé svona stór en hópurinn var stækkaður því leikmenn Hauka eru að spila leikinn í kvöld. Hópurinn er valinn fyrir nokkrum vikum áður en Matthías (Orri Sigurðarson) og Sigtryggur (Arnar Björnsson) meiðast," bætir Finnur við og er mikið niðri fyrir. Hann kemur síðan aftur að umræðunni í Dominos-körfuboltakvöldi og viðurkennir að hún hafi legið þungt á sér. „Þessi umræða er algjört bíó og mér sárnaði mjög mikið að menn skuli tala svona frjálslega og ýja að því að eitthvað óheiðarlegt sé í gangi í staðinn fyrir að taka upp símtólið, senda mér skilaboð eða heyra í KKÍ. Þetta er búið að liggja þungt á mér og sömuleiðis að menn skuli ekki stíga fram og leiðrétta þennan misskilning.“ KKÍ gerir landsliðinu erfitt fyrirÍvar Ásgrímsson þjálfari Haukavísir/anton„Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn