Innlent

Hálka á höfuðborgarsvæðinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það er hálka víða á landinu í dag.
Það er hálka víða á landinu í dag.
Hálka er á höfuðborgarsvæðinu og krapasnjór á Reykjanesvegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er snjóþekja og eitthvað um éljagang á Suðurlandi og Suðvesturlandi.

Þá er hálka, snjóþekja og éljagangur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Víða er orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á útvegum, hálkublettir eru á Vatnsskarði.

Víða er hálka á Norðausturlandi en greiðfært í Eyjafirði og yfir Víkurskarð. Þá eru hálkublettir á Tjörnesi og með ströndinni í Vopnafjörð. Á Austurlandi og Suðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur.

Ófært er nyrst á Hvítársíðuvegi við brúna yfir Norðlingafljót en þar flæðir vatn yfir veg. Þingskálavegur er ófær vegna vatnsskemmda ofan við bæinn Hóla.

Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×