Ekkert smámál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun