Útvarp Reykjavík Pálmi Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun